,,Enginn verður skilinn eftir“
Í nýjustu greininni í Gátt og jafnframt þeirri síðustu á árinu 2024 fjallar Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir doktorsnemi og aðjunkt um framtíð stafrænnar inngildingar og nauðsyn þess að taka alla þjóðfélagshópa með í þróuninni til þess að koma í veg fyrir ójöfnuð. Tæknin veitir ýmiss konar tækifæri til að tengja saman fólk og valdefla það en um leið er mikilvægt að hafa í huga að hún skapar líka samfélagslegan ójöfnuð, dýpkar jaðarsetningu og myndar nýjar tegundir hindrana eins og Inga Björk segir í greininni.
Verkefnið Enginn verður skilinn eftir undir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna felur í sér að bera kennsl á þennan ójöfnuð og takast á við hann.
Lesið verkefnið og framtíð stafrænnar inngildingar á vef Gáttar: