Erlendir samstarfsaðilar og samstarfsverkefni
Norrænt samstarf
NVL – Norrænt tengslanet um nám fullorðinna
NVL er norrænt tengslanet um nám fullorðinna og norrænn vettvangur fullorðinsfræðslu þar sem athygli er beint að nýsköpun, miðlun og árangri. NVL hvetur til samræðu og þverfaglegs samstarfs á milli ólíkra tengslaneta, kemur á nýjum netum og eflir framlag þeirra til norræns samstarfs. Fulltrúi Íslands er Fjóla María Lárusdóttir, sérfræðingur hjá FA.
Íslendingar taka þátt í fjölmörgum undirnetum NVL þar á meðal starfsmenn FA, en þeir taka þátt í vinnu neta um raunfærnimat, ráðgjöf fullorðinna, grunnleikni og hæfni leiðbeinanda. Nánari upplýsingar má finna á www.nvl.org
Yfirstandandi samstarfsverkefni
NOVA
NOVA – Nordic er Evrópuverkefni þar sem kanna á tengingar á milli innlendra hæfniramma (National Qualification Frameworks) og óformlegs náms.
Áherslur: Tenging óformlegs náms við hæfniramma landa.
Afurðir: Viðmið fyrir samanburð um stöðu mála varðandi tengingu óformlegs náms á hæfniramma landa | Ábendingar fyrir stefnumótendur varðandi tengingu óformlegs náms við hæfniramma landa | Fyrirmyndardæmi fyrir tengingu óformlegs náms á hæfniramma landa | Stuðningstæki til að þróa hæfniviðmið fyrir órofmlegt nám
NOVA – Nordic er Evrópuverkefni þar sem kanna á tengingar á milli innlendra hæfniramma (National Qualification Frameworks) og óformlegs náms – hvort og hvernig óformlegt nám fellur að hæfnirammanum og hvort hægt sé að fá hæfni vottaða á þrepi með raunfærnimati. Í verkefninu er óformlegt nám skilgreint sem allt nám sem ekki er hluti af eða vottað í gegnum formlega menntakerfið.
Óformlegt nám dekkar stóran hluta þeirrar hæfniþjálfunar sem þykir nauðsynleg á vinnumarkaði. Samkvæmt European Inventory (2018) kemur þó fram að lítil þróun hefur verið í Evrópu hvað varðar að tengja óformlegt nám við innlenda hæfniramma, raunfærnimatsferli og þróun hæfniviðmiða.
Samstarfsaðilar eru Landsskrifstofa fagháskóla í Svíþjóð sem leiðir verkefnið, GlobEdu í Finnlandi og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins á Íslandi.
Lok verkefnis:
Tegund verkefnis: Erasmus+
Heimasíða verkefnisins: www.myh.se/novanordic
Transval - EU
Markmið verkefnisins er að betrumbæta raunfærnimat á yfirfæranlegri hæfni (transversal skills) eða almennri starfshæfni.
Áherslur: Raunfærnimat yfirfæranlegrar færni.
Afurðir: Í Transval verkefninu eru raunfærnimatsverkfæri sem reynst hafa vel í löndum hjá samstarfsaðilum dregin fram. Einnig er þróað nám og þjálfun fyrir fagaðila í raunfærnimati í formi hæfniprófíla. Þeir fá þjálfun í hvernig árangursríkast er að raunfærnimeta yfirfæranlega hæfni, innsýn í ákveðna aðferðafræði og verkfæri til að prufukeyra í fimm tilraunalöndum.
Evrópuverkefni sem ber heitið Transval er eitt stærsta tilraunaverkefni á sviði raunfærnimats til þessa, en í allt eru 16 stofnanir frá 7 löndum samstarfsaðilar í því. Markmiðið er að betrumbæta raunfærnimat á yfirfæranlegri hæfni (transversal skills) eða almennri starfshæfni.
Í Transval verkefninu eru raunfærnimatsverkfæri sem reynst hafa vel í löndum hjá samstarfsaðilum dregin fram. Einnig er þróað nám og þjálfun fyrir fagaðila í raunfærnimati (verkefnastjóra, matsaðila og ráðgjafa) í formi hæfniprófíla. Þeir fá þjálfun í hvernig árangursríkast er að raunfærnimeta yfirfæranlega hæfni, innsýn í ákveðna aðferðafræði og verkfæri til að prufukeyra í fimm tilraunalöndum (Litháen, Austurríki, Ítalíu, Belgíu og Póllandi). Rannsóknaraðilar munu útbúa skýrslu með niðurstöðum og aðlaga verkfærakistuna eftir þörfum. Í beinu framhaldi mun NVL í samstarfi við LLLP (Lifelong Learning Platform) vinna að skýrslu með því markmiði að hafa áhrif á stefnumótun og aðgerðaráætlanir varðandi raunfærnimat á yfirfæranlegri hæfni/almennri starfshæfni í Evrópu.
NVL, Norræna tengslanetið um nám fullorðinna, er samstarfsaðili í verkefninu og sérfræðingar hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins styðja NVL við verkefnið. Raunfærnimatsnetið og ráðgjafarnetið hjá NVL eru bakhópar og veita endurgjöf þegar þörf er á, en í þessum netum sitja einnig fjórir starfsmenn FA.
Lok verkefnis: 2023
Tegund verkefnis: Erasmus+
Heimasíða verkefnisins: www.transvalproject.eu
EES menntunaráætlun – Reynslunám
Verkefni sem er styrkt af menntunaráætlun EES landanna og felur í sér samstarf Íslands, Póllands og Slóveníu.
Áherslur: Að þróa og tilraunakeyra þjálfun leiðbeinenda/kennara í að undirbúa og beyta reynslunámi. Markhópurinn er ungt fólk í Póllandi. Ætlunin er að innleiða aðferðina í tveimur menningarmiðstöðvum þar í landi.
Heimasíða verkefnis: pozaszkolne.com
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er ráðgefandi í þessu verkefni
Eldri samstarfsverkefni
KIAL - Starfsferilsráðgjöf og hæfni í atvinnulífinu
Verkefnið snýr að starfsferilsráðgjöf fyrir fullorðna á vinnumarkaði þar sem þörf fyrir símenntun og starfsþróun eykst samfara hröðum breytingum í atvinnulífinu.
Áherslur: Stuðningur við þróun starfsfólks.
Afurðir: Sögur af starfsferilsþróun fólks | Aðferðir og tæki sem nýtast í ráðgjöf með fullorðnum | Námskeið – kynning á afurðum.
Verkefnið Starfs- og námsráðgjöf og hæfni í atvinnulífinu (Karrierevejledning og kompetencer i arbejdslivet – KIAL) snýr að starfsferilsráðgjöf fyrir fullorðna á vinnumarkaði þar sem þörf fyrir símenntun og starfsþróun eykst samfara hröðum breytingum í atvinnulífinu.
Verkefnið er þríþætt. Sýnd verða fjölbreytt dæmi um starfsferil fólks og hvernig einstaklingar geta nýtt hæfni sína á nýjum starfsvettvangi og samspil menntunar og atvinnulífs. Greind verður mikilvæg hæfni og þekking ráðgjafa til að sinna fullorðnum á vinnumarkaði og hvaða aðferðir og tæki henta best til að nýta í starfsferilsráðgjöfinni. Verkefninu lýkur á námskeiði fyrir norræna ráðgjafa þar sem afurðir verkefnisins verða kynntar og prófaðar.
Lok verkefnis: feb.2022
Tegund verkefnis: Nordplus
Heimasíða: www.kial.nu
Enterprised - Betri tenging atvinnulífs og fræðslu
Verkefnið felur í sér að efla og þróa hæfni leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu í að miðla árangursríku og starfstengdu námi til fólks á vinnumarkaði um áskoranir í daglegum störfum
Áherslur: Hæfni fullorðinsfræðara/miðlun náms.
Afurðir: Aðstæðubundinn dæmi af vettvangi ferðaþjónustu | Aðferðir og nýting raundæma úr störfum í ferðaþjónustu – fyrir leiðbeinendur | Leiðbeiningar fyrir fræðsluaðila og ferðaþjónustuaðila
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) leiðir Erasmus verkefnið Enterprised í samstarfi við fullorðinsfræðsluaðila frá Austurríki, Noregi og Spáni. Í verkefninu er lögð áhersla á efla og þróa hæfni leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu í að miðla árangursríku og starfstengdu námi til fólks á vinnumarkaði um áskoranir í daglegum störfum í ferðaþjónustu í samstarfi við atvinnurekendur í ferðaþjónustu.
Með verkefninu er stefnt að því að efla gæði náms með aukinni hæfni leiðbeinanda í fullorðinsfræðslu og tengingu við atvinnulífið. Þannig eiga námsmenn kost á því að fá þjálfun sem miðast við starfstengdar aðstæður og eru betur í stakk búnir til að mæta þörfum atvinnulífsins.
Lok verkefnis: jan. 2022
Tegund verkefnis: Erasmus+
Heimasíða verkefnis: www.enterprised.eu
Comm(on)-line
Verkefnið miðar að því að skapa, leiðbeina og styðja við námssamfélög á netinu.
Áherslur: skoðun á ákjósanlegri blöndu náms fyrir fullorðið fólk.
Afurðir: Viðmið fyrir kennslu fullorðina með fjölbreyttri nálgun | Fyrirmyndar dæmi um notkun rafrænna kennsluaðferða | Fyrirmyndar dæmi um nálgun hóps nemenda sem læra rafrænt, í skólastofu eða í blönduðu námi.
Verkefnið miðar að því að skapa, leiðbeina og styðja við námssamfélög á netinu. Í verkefninu verður reynt að komast að því hverjar ákjósanlegustu blöndur náms eru: blanda af námi á netinu og nám í kennslustofu, samvinnunám á netinu og samvinnunám í kennslustofunni og blanda af einstaklingsnámi á netinu og samvinnunámi á netinu í hópi. Með því að setja upp nokkur námskeið verður munurinn á hefðbundinni kennslufræði og kennslufræði á netinu kannaður. Þetta verður skoðað með raundæmum, með því að setja upp námssamfélög og skoða niðurstöður.
Verkefnið er leitt af Centrum voor Volwassenenonderwijs Kisp í Gent, Belgíu. Samstarfsverkefnið hófst haustið 2020 og verður til ársins 2022, þátttökulönd eru auk Belgíu, Ísland, Skotland, Spánn og Makedónía.
Lok verkefnis: mitt ár 2023
Tegund verkefnis: Erasmus+
VISKA – Aukinn sýnileiki á starfshæfni innflytjenda
Í verkefninu voru þróuð tæki og aðferðir sem stuðlað gætu að heildrænu og aðgengilegu raunfærnimatskerfi fyrir innflytjendur auk einstaklinga sem ekki hafa lokið formlegri menntun á framhaldsskólastigi.
Í verkefninu voru þróuð tæki og aðferðir sem stuðlað gætu að heildrænu og aðgengilegu raunfærnimatskerfi fyrir innflytjendur auk einstaklinga sem ekki hafa lokið formlegri menntun á framhaldsskólastigi. Áhersla var á að þróa viðmið og aðferðir til að draga fram og meta færni. VISKA beindi jafnframt sjónum að því forgangsatriði að gera yfirfæranlega færni (e. transversal skills/transferable skills) einstaklingsins, svo sem persónulega og sérhæfða færni sýnilega svo hún nýtist sem best.
Á Íslandi fóru 51 innflytjandi í gegnum matsferli, flestir frá Póllandi. Matsaðilar og ráðgjafar í verkefninu fengu þjálfun í því að vinna með túlki og menningarnæmi.
Sjá einnig grein um VISKA verkefnið í Gátt og samantekt um helstu niðurstöður þess.
FA og IÐAN fræðslusetur stýrðu verkefninu hér á landi fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Menntavísindastofnun HÍ vann rannsóknarhluta þess.
Áherslur: Raunfærnimat innflytjenda.
Afurðir:
- Stöðuskýrsla um raunfærnimat á yfirfæranlegri færni
- Tæki fyrir sjálfsmat í raunfærnimatferlinu fyrir innflyjendur
- Þjálfun fyrir matsaðila og ráðgjafa fyrir tilraunahluta verkefnsins
- Heildræn gæðaáætlun
- Viðmið fyrir yfirfæranlega færni og lýsing á matsferli, nýtt í tilraunaferli
- Rannsóknarskýrsla – heildarskýrsla verkefnis og skýrslur landa um lærdóm tilraunahluta
Lok verkefnis: 2020
Tegund verkefnis: Erasmus+
Heimasíða verkefnisins: http://www.viskaproject.eu/
GOAL – Evrópuverkefni um ráðgjöf og leiðsögn fyrir fullorðna sem sækja síður í nám
Verkefnið gekk út á að efla samstarf hagsmunaaðila um að færa námstengda ráðgjöf nær þeim hópum sem sækja síst í nám
Verkefnið gekk út á að efla samstarf hagsmunaaðila um að færa námstengda leiðsögn og ráðgjöf nær þeim hópum sem sækja síst í nám. Þjónustuaðilar unnu að yfirliti verkfæra og aðferða sem hafa verið gagnlegar í vinnu með hópnum og ráðgjafar á vettvangi framhaldsfræðslunnar fengu þjálfun í áhugahvetjandi samtalstækni. Tilvísunarleiðir á milli aðila voru slípaðar til og útbúnir samstarfssamningar.
Á Íslandi fengu 95 einstaklingar ráðgjöf í gegnum verkefnið.
Sjá einnig grein um GOAL verkefnið í Gátt.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) var í forsvari fyrir verkefnið hér á landi fyrir hönd mennta– og menningarmálaráðuneytisins. Mímir-símenntun og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) voru framkvæmdaaðilar. Menntavísindastofnun HÍ sá um rannsókn á hvernig til tekst í verkefninu hér á landi.
Áherslur: Aðferðir við leiðsögn og ráðgjöf fyrir fólk sem stendur fjær námi – efling þjónustu og samstarfs aðila
Afurðir:
- Stöðumat í þátttökulöndum – yfirlitsskýrsla
- Áætlun fyrir tilraunahluta landanna í samstarfi við hagsmunaaðila
- Yfirlit tækja og aðferða í ráðgjafarferlinu
- Færniuppbygging ráðgjafa
- Yfirlit lærdóms af vettvangstilraun (rannsóknaraðili)
Lok verkefnis: 2018
Tegund verkefnis: Erasmus+
Heimasíða verkefnisins: http://www.adultguidance.eu/
Worklife guidance – Ráðgjöf í atvinnulífinu
Verkefnið snerist um að tengja saman aðferðir sem notaðar eru í ráðgjöf um nám og störf, raunfærnimati og mannauðsstjórnun.
Verkefnið snerist um að tengja saman aðferðir sem notaðar eru í ráðgjöf um nám og störf, raunfærnimati og mannauðsstjórnun. Meginhugsunin var að leita leiða til að draga fram nám og þjálfun sem fer fram á vinnustaðnum og aðstoða fyrirtæki og starfsmenn við að byggja upp lærdómsfyrirtæki og trúna á að skipulögð færniþróun í þágu beggja aðila sé sameiginlegt hagsmunamál.
Sjá einnig grein um Ráðgjöf í atvinnulífinu í Gátt
FA leiddi verkefni um Ráðgjöf í atvinnulífinu í samstarfi við aðila frá Finnlandi, Hollandi, Austurríki og Svíþjóð.
Áherslur: Að útbúa ferli og verkfæri til að veita fjölbreytta ráðgjöf um starfsþróun starfsfólks og fræðslumál í fyrirtækjum.
Afurð: Helsta afurð verkefnisins var verkfærakista og þjálfunarefni fyrir ráðgjafa og stjórnendur sem vilja nýta sér hana. Ráðgjafar á vettvangi framhaldsfræðslunnar á Íslandi hafa fengið þjálfun í notkun verkfærakistunnar.
Lok verkefnis: 2016
Tegund verkefnis: Erasmus+
Heimasíða: https://worklifeguidance.wordpress.com/