Mikið er um að vera hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar þessa dagana en atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, vígði Ferðapúls Hæfnisetursins á Mannamótum Markaðsstofu landshlutanna nú í janúar. Ferðapúlsinn er stafrænt verkfæri sem gerir fyrirtækjum í ferðaþjónustu kleift að taka stöðuna á stafrænni hæfni innan sinna raða.
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur unnið að þróun Ferðapúlsins undanfarna mánuði í samvinnu við Ferðamálastofu, Íslenska ferðaklasann, Markaðsstofu landshlutanna og SAF. Ferðapúlsinn inniheldur spurningar sérsniðnar fyrir ferðaþjónustuna og tekur einungis 8-10 mín að svara. Ferðapúlsinn gerir fyrirtækjum og atvinnugreininni í heild kleift að greina samkeppnisstöðu sína milli landsvæða og á landsvísu. Slík greining er lykilatriði fyrir tækifæri til framfara og til að tryggja alþjóðlega samkeppnishæfni Íslands.
Nánari upplýsingar Ferðapúlsinn á vef Hæfnisetursins: