Í nýrri grein í Gátt er fjallað um tölfræði framhaldsfræðslunnar frá árunum 2017 – 2022 fyrir raunfærnimat og námsleiðir og skoðað í hve miklum mæli einstaklingar ferðast á milli þessarar tveggja leiða. Niðurstöður sýna að þónokkuð er um að einstaklingar sæki sér bæði raunfærnimat og námsleið innan framhaldfræðslunnar, en um fjórðungur þeirra sem fór í raunfærnimat á árunum 2017-2022 var einnig skráður í að minnsta kosti eina námsleið FA. Einnig er eitthvað um að sami einstaklingurinn fari í fleira en eitt raunfærnimat, en um átta prósent þeirra sem fóru í raunfærnimat voru skráð í fleira en eitt raunfærnimat á þessu tímabili. Sama á við um námsleiðir eða um 17% þeirra sem fóru í einhverja námleið FA voru skráð í fleiri en eina námsleið.
Lesið um þetta á vef Gáttar: