Fagbréf atvinnulífsins í verslunarstörfum

Í nýrri grein í Gátt fjallar Kristín Erla Þráinsdóttir um Fagbréf atvinnulífsins í verslunarstörfum sem miðar að því að auka fagmennsku og efla starfsþróun innan verslunar.

Ferlið hófst 2016 með vinnu við hæfnigreiningu samkvæmt vottuðu ferli FA, síðan tók við innleiðing á raunfærnimati og þá Fagbréfaleiðinni. Ávinningur af fagbréfi í verslunarstörfum nær bæði til fyrirtækja og starfsfólks. Fyrirtæki fá aukna yfirsýn yfir hæfni starfsfólksins sem styður við markvissa uppbyggingu mannauðs og símenntunar auk þess að tryggja gæði í rekstri. Með því að styðja við þátttöku tryggja fyrirtæki að færni starfsfólks samræmist kröfum starfsins. Það eykur fagmennsku og styrkir samkeppnishæfni fyrirtækja.

Lesið um ferlið og ávinningin af því á vef Gáttar:

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar