Í nýjustu greininni í Gátt er viðtal við Jens Bjørnåvold sem er að margra mati faðir raunfærnimats þó hann vilji síður taka við þeirri nafnbót. Í viðtalinu nefnir hann að mat á raunfærni tengist breytingu á hugarfari frá kennslu yfir í hæfniviðmið. Áhrifa þessarar breytingar gætti í auknum mæli í evrópskri stefnumótun og að ýmsu leiti má líta svo á að hún sé forsenda fyrir raunfærnimati.
Lesið viðtalið við Jens Bjørnåvold á vef Gáttar: