Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar tóku virkan þátt í Menntadegi atvinnulífsins sem var haldinn af Samtökum atvinnulífsins 11. febrúar 2025.
FA var með kynningarbás á staðnum en auk þess tóku starfsmenn og stjórnendur FA virkan þátt í deginum. Hildur Betty Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri FA, stýrði málstofu um íslenskukennslu í atvinnulífinu þar sem Fjóla María Lárusdóttir sérfræðingur hjá FA, var með örerindi og Nichole Leigh Mostly sérfræðingur hjá Hæfnisetrinu tók þátt í pallborði. Haukur Harðarson sérfræðingur hjá FA var með erindi um Fagbréf atvinnulífsins í málstofu um starfsánægju og samkeppnishæfni og tók þátt í pallborði. Aðrir starfsmenn FA tóku virkan þátt í menntadeginum, kynntu starfsemi FA og Hæfniseturs og sóttu fyrirlestra og málstofur.





