Jólakveðja

Óskum samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Athugið að skrifstofa FA er lokuð á milli jóla og nýárs. Opnum aftur fimmtudaginn 2. janúar 2024, kl.10. Kveðja frá starfsfólki Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Framtíð stafrænnar inngildingar

,,Enginn verður skilinn eftir“ Í nýjustu greininni í Gátt og jafnframt þeirri síðustu á árinu 2024 fjallar Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir doktorsnemi og aðjunkt um framtíð stafrænnar inngildingar og nauðsyn þess að taka alla þjóðfélagshópa með í þróuninni til þess að koma í veg fyrir ójöfnuð. Tæknin veitir ýmiss konar tækifæri til að tengja saman […]

Brú út á vinnumarkaðinn fyrir innflytjendur

Í nýrri grein í Gátt er fjallað um leikskólasmiðju og fagnám fyrir starfsfólk leikskóla, sem er nýstárlegt verkefni unnið af MSS, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, og hefur haft mikil áhrif bæði á nemendur og leikskóla um öll Suðurnes og víðar. Markmið verkefnisins var að bjóða uppá nám fyrir innflytjendur sem hafa menntun og/eða reynslu í […]

Fyrirmyndir í námi fullorðinna á ársfundi FA 2024

Noelinie Namayanja og Sigurður Kristinn Guðmundsson hljóta viðurkenninguna fyrirmyndir í námi fullorðinna á þessu ári. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) sem fram fór í 13. nóvember s.l. Viðurkenningin er veitt árlega þeim einstaklingum sem hafa bætt stöðu sína eftir þátttöku í leiðum framhaldsfræðslunnar og sýnt framúrskarandi árangur. Fyrirmyndirnar fengu veglega […]

Ársfundur FA: Fagbréf atvinnulífsins lykilatriði á vinnumarkaði

Ársfundur FA var haldinn miðvikudaginn 13. nóvember s.l. á Grand hótel og í streymi og tóku yfir 130 manns þátt í fundinum. Fundurinn var haldinn í samstarfi við NVL – Norrænt tengslanet um nám fullorðina, undir yfirskriftinni Frá færni til vottunar – í námi, starfi og samfélagi. Á fundinum var lögð áhersla á „Fagbréf atvinnulífsins,“ […]

Fagbréf atvinnulífsins í verslunarstörfum

Í nýrri grein í Gátt fjallar Kristín Erla Þráinsdóttir um Fagbréf atvinnulífsins í verslunarstörfum sem miðar að því að auka fagmennsku og efla starfsþróun innan verslunar. Ferlið hófst 2016 með vinnu við hæfnigreiningu samkvæmt vottuðu ferli FA, síðan tók við innleiðing á raunfærnimati og þá Fagbréfaleiðinni. Ávinningur af fagbréfi í verslunarstörfum nær bæði til fyrirtækja […]

Fundur um ráðgjöf á vettvangi framhaldsfræðslunnar

Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) stóð fyrir haustfundi um ráðgjöf á vettvangi framhaldsfræðslunnar  þann 10. október á Hótel Hilton í Reykjavík, þar sem ráðgjafar komu saman. Áhersla fundarins var á fræðslu sem valin var út frá niðurstöðum fræðslugreiningar sem FA gerði á  meðal ráðgjafa fræðslu- og símenntunarmiðstöðva víðsvegar um landið í byrjun árs, auk samtals um þróun […]

Ársfundur FA 13. nóvember

Frá færni til vottunar – í námi, starfi og samfélagi   Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn 13. nóvember næstkomandi í samstarfi við NVL – Norrænt tengslanet um nám fullorðinna. Fundurinn verður í salnum Háteigi á Grand Hótel kl. 11:00 – 13:45 og verður einnig streymt. Boðið verður upp á léttar veitingar.  Upptaka frá fundinum: Áhersla ársfundar […]

Nám í smiðjunni Færni á vinnumarkaði fer af stað

Kennsla samkvæmt nýrri námskrá FA, Smiðju 1-2,2 – Færni á vinnumarkaði, hefst í vikunni. Þessi námskrá er afrakstur verkefnis á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytis (FVRN) sem snýst um að auka náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk. Verkefnið er unnið í samstarfi Fjölmenntar, Vinnumálastofnunnar (VMST) og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) og lítur að námi og þjálfun til […]

Námskeið um kennslufræði, menningarnæmi og raunfærnimat

Það var nóg um að vera hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) síðastliðna viku en Hrannar Baldursson og Nichole Leigh Mosty héldu til Egilstaða þar sem þau héldu tvö sérhæfð námskeið fyrir fullorðna námsmenn. Þessi ferð var liður í því að efla fagmennsku og hæfni leiðbeinenda í menntun fullorðinna um allt land. Þá var haldið námskeið fyrir […]

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar