Jólakveðja

Óskum samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Athugið að skrifstofa FA er lokuð á milli jóla og nýárs. Opnum aftur fimmtudaginn 2. janúar 2024, kl.10. Kveðja frá starfsfólki Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Framtíð stafrænnar inngildingar

,,Enginn verður skilinn eftir“ Í nýjustu greininni í Gátt og jafnframt þeirri síðustu á árinu 2024 fjallar Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir doktorsnemi og aðjunkt um framtíð stafrænnar inngildingar og nauðsyn þess að taka alla þjóðfélagshópa með í þróuninni til þess að koma í veg fyrir ójöfnuð. Tæknin veitir ýmiss konar tækifæri til að tengja saman […]

Brú út á vinnumarkaðinn fyrir innflytjendur

Í nýrri grein í Gátt er fjallað um leikskólasmiðju og fagnám fyrir starfsfólk leikskóla, sem er nýstárlegt verkefni unnið af MSS, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, og hefur haft mikil áhrif bæði á nemendur og leikskóla um öll Suðurnes og víðar. Markmið verkefnisins var að bjóða uppá nám fyrir innflytjendur sem hafa menntun og/eða reynslu í […]

Raddir ungs fólks með erlendan bakgrunn

Fræðslumiðstöð atvinnulífins (FA) og Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) stýra verkefninu Raddir fólks með erlendan bakgrunn – inngilding í nám, starf og samfélag í samstarfi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið. Verkefnið er hluti af áætlun ráðuneytanna vegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2023. Í verkefninu verða haldnir rýnifundir víða um land […]

Vilji til samstarfs um Fagbréf atvinnulífsins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) fagnaði 20 ára afmæli sínu þann 1. nóvember með afmælisfundi og tóku yfir 100 manns þátt í fundinum á staðnum og í streymi. Fundurinn var haldinn í samstarfi við NVL – Norræns tengslanets um nám fullorðinna, undir yfirskriftinni Fagbréf atvinnulífsins.    Aðaláhersla fundarins var kynning á nýju verkfæri innan framhaldsfræðslunnar ,, Fagbréfi atvinnulífsins”.  Fagbréfið  veitir […]

Þróun raunfærnimats hjá IÐUNNI

Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um raunfærnimat í iðn- og starfsgreinum hjá IÐUNNI fræðslusetri. IÐAN hefur boðið uppá raunfærnimat síðan 2007 og hefur það fest sig í sessi sem markviss leið til að staðfesta færni fólks óháð því hvernig hennar er aflað. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur frá upphafi séð um að móta aðferðafræði […]

Á jákvæð sálfræði erindi í framhaldsfræðslu?

Í nýjustu greininni í Gátt, veftímariti um framhaldsfræðslu sem FA gefur út, velta Vigdís Þyrí Ásmundsdóttir og Helga Tryggvadóttir upp þeirri spurningu hvort jákvæð sálfræði eigi erindi inn í framhaldsfræðsluna. Þær fjalla um þær kenningar sem jákvæð sálfræði byggir á og koma með tillögur á nýtingu hennar innan framhaldsfræðslunnar. Lesið greinina á vef Gáttar:

Hvert stefnir fullorðinsfræðslan?

Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins, Háskóli Íslands og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið buðu til vefstofuraðar í september og október 2022. Framundan er endurskoðun löggjafar um framhaldsfræðslu á Íslandi. Í því tilefni er boðið upp á stutta röð vefstofa með viðtölum við bæði erlenda og innlenda sérfræðinga um stefnu á sviði fullorðinsfræðslu. Um er að ræða alþjóðlegar stefnur, evrópskar stefnur […]

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar