Brú út á vinnumarkaðinn fyrir innflytjendur

Í nýrri grein í Gátt er fjallað um leikskólasmiðju og fagnám fyrir starfsfólk leikskóla, sem er nýstárlegt verkefni unnið af MSS, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, og hefur haft mikil áhrif bæði á nemendur og leikskóla um öll Suðurnes og víðar. Markmið verkefnisins var að bjóða uppá nám fyrir innflytjendur sem hafa menntun og/eða reynslu í störfum með börnum og þurfa að bæta íslenskukunnáttu sína. Verkefnið hefur skilað góðum árangri en það var þróað til að mæta þörf fyrir starfsfólk á leikskólum og felst í  því að tengja saman nám og vinnustað.

Lesið um verkefnið á vef Gáttar:

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar