Jólakveðja 2025

Óskum samstarfaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Athugið að skrifstofan er lokuð milli jóla og nýárs og opnar aftur 2. janúar kl. 9. Njótið hátíðarinnar, Starfsfólk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
Grein í Gátt: Gefum íslensku séns

Í nýrri grein í Gátt fjallar Sædís María Jónatansdóttir, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, um verkefnið Gefum íslensku séns á Vestfjörðum. Verkefnið gengur út á að samfélagið er framlenging kennslustofunnar í íslensku og að hver og einn getur tekið að sér að vera almannakennari og þar með kenna og styrkja íslenskunám hvar sem er. Meginhlutverk almannakennarans er […]
Fyrirmyndir í námi fullorðinna á ársfundi FA 2025

Honeyly Abrequino Limbaga og Sunna Rae George hlutu viðurkenninguna fyrirmyndir í námi fullorðinna á þessu ári. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) sem fram fór 13. nóvember s.l. Viðurkenningin er veitt árlega þeim einstaklingum sem hafa bætt stöðu sína eftir þátttöku í leiðum framhaldsfræðslunnar og sýnt framúrskarandi árangur. Fyrirmyndirnar fengu […]
Grein í Gátt: Tungumál sem brú – íslenskunám á Landspítala

Í nýrri Grein í Gátt, veftímariti um fullorðinsfræðslu, er fjallað um samstarf Mímis – símenntunar og Landspítala í íslenskukennslu fyrir starfsfólk spítalans. Samstarfið hófst árið 2018 og hefur vaxið og þróast til að mæta þörfum starfsfólksins og spítalans. Rúmlega 1500 starfsmenn hafa tekið þátt í námskeiðunum frá byrjun samstarfsins og hafa þau haft víðtæk jákvæð […]
Inntak ársfundar FA 2025

Vel heppnaður ársfundur FA fór fram 13. nóvember s.l. þar sem rúmlega 240 manns tóku þátt á staðnum og í streymi. Aðal fyrirlesturinn að þessu sinni fjallaði um þá samræmdu aðferðafræði sem beitt er í umönnunargeiranum í Svíþjóð hvað varðar umgjörð tungumálafulltrúa á vinnustað, en FA vinnur að því að byggja upp sambærilega umgjörð hér […]
Ársfundur FA: við berum öll ábyrð á samfélaginu okkar, tungumálið er lykill að þátttöku

Rúmlega 240 manns tóku þátt í ársfundi FA, sem var haldinn fimmtudaginn 13. nóvember s.l. á Grand hótel og í streymi. Á fundinum var lögð áhersla á hvernig íslenskukunnátta innflytjenda hefur áhrif á aðgengi þeirra að samfélaginu og velt upp áskorunum og tækifærum í tengslum við íslenskunám. Yfirskrift fundarins að þessu sinni var Tengjum saman […]
Grein í Gátt: Tungumálakennsla í fyrirtækjum á Suðurnesjum

Í nýrri grein í Gátt, veftímariti um fullorðinsfræðslu, segja Hólmfríður Karlsdóttir og Kristín Hjartardóttir frá tungumálakennslu hjá MSS, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Íslenskukennsla er sífellt stærri þáttur í starfsemi fræðslu- og símenntunarmiðstöðva og einnig hjá MSS, þar sem íslenskukennsla í boði til fyrirtækja jafnt og einstaklinga. Í greininni segja þær frá ferli íslenskukennslu hjá MSS til […]
Grein í Gátt: Tungumálafulltrúi sem aðstoðar nýliða og styrkir vinnuumhverfið

Í nýrri grein í Gátt, veftímariti um fullorðinsfræðslu, er fjallað um Norskt verðlaunaverkefni sem kallast tungumálafulltrúi á vinnustað. Tungumálafulltrúinn er starfsmaður sem hlýtur þjálfun í að veita tungumálastuðning á vinnustað til nýliða sem hafa ekki góða þekkingu í tungumálinu. Verkefni tungumálafulltrúans (n. Språkmentor, s. Språkombud) hóf göngu sína í Svíþjóð og gaf þar góða raun. […]
ÁRSFUNDUR FA 2025

TENGJUM SAMAN – Fjölbreytileiki, lærdómur, vöxtur Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn þann 13. nóvember n.k. á Grand hótel og er haldinn í samstarfi við NLL – Norrænt samstarf um símenntun og verður einnig streymt. Fundurinn hefst kl. 11:00 og stendur til 13:45, boðið verður uppá léttar veitingar. Þema fundarins Tengjum saman – fjölbreytileiki, lærdómur, vöxtur […]
Gervigreindarknúið fræðsluefni fyrir allar atvinnugreinar

Fyrirtækið Atlas Primer hefur fengið styrk úr Fræðslusjóði til að þróa nýstárlegt fræðsluefni fyrir 271 mismunandi atvinnugreinaflokka með nýtingu gervigreindar. Verkefnið byggir á ISAT 2008 atvinnugreinaflokkuninni og felur í sér þróun sérsniðinna námskeiða fyrir hvern flokk – alls 271 námskeið. Markmið verkefnisins var að nýta gervigreind til að gera símenntun og starfsþróun aðgengilega öllum, óháð […]