Þjálfun vegna raunfærnimats – námskeið í október

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) heldur námskeið vegna raunfærnimats til styttingar á námi 6. og 7. október 2025. Námskeiðið er ætlað matsaðilum, verkefnastjórum og ráðgjöfum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Einnig eru hagsmunaaðilar sem vilja kynna sér framkvæmd raunfærnimats velkomnir. Ekkert námskeiðsgjald er, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda. Námskeiðið verður haldið hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, […]
Ávinningur verkefnisins Færni á vinnumarkaði felst í lærdómnum og vextinum sem hún kallar fram

Hildur Betty Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) og Sara Dögg Svanhildardóttir sérfræðingur – Atvinnutækifæri fatlaðs fólks hjá Vinnumálastofnun (VMST) kynntu fyrir Guðmundi Inga Kristinssyni mennta- og barnamálaráðherra og hans starfsfólki verkefnið Færni á vinnumarkaði. Verkefnið Færni á vinnumarkaði er útfærsla á tillögu starfshóps um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk og er hluti af […]
Sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar leitar að hugmyndaríkum, skapandi og öflugum liðsfélaga í starf sérfræðings. Helstu verkefni eru meðal annars fræðslu- og kynningarheimsóknir til fyrirtækja. Hæfnisetrið er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA). Sjá nánar á www.hæfni.is Helstu verkefni: Menntunar- og hæfniskröfur Um 80% framtíðarstarfstarf er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 5. september 2025 Með umsókn skal fylgja ítarleg […]
Skrifstofa FA lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins að Skipholti 50b er lokuð vegna sumarleyfa frá 21. júlí til og með 1. ágúst 2025. Skrifstofan opnar aftur eftir verslunarmannahelgi þann 5. ágúst kl. 10. GLEÐILEGT SUMAR! Starfsfólk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar
Ársskýrsla FA 2024 komin út

Ársskýrsla Fræðslusmiðstöðvar atvinnulífsins (FA) fyrir árið 2024 er komin út á rafrænu formi. Árið 2024 var ár mikilla framfara og nýsköpunar í framhaldsfræðslunni, sem er fimmta stoð menntakerfisins. Þróunarvinna byggist sem áður á náni samvinnu og samstarfi við ýmsa hagaðila. Mikil aukning hefur orðið í gerð starfaprófíla í tengslum við nýja kjarasamninga sem fela í […]
Yfir 20 aðgerðir til að efla símenntun

Í nýrri grein í Gátt, veftímariti FA um málefni fullorðinsfræðslu, símenntunar og framhaldsfræðslu, er fjallað um hvernig Norðmenn hafa áætlað að ná árangri í símenntun í atvinnulífinu. Nefnd sem fjallaði um málið í Noregi komst að þeirri niðurstöðu að það sem virkar vel í núverandi kerfi ætti að efla og þróa áfram og hefur skilað […]
Fagbréf atvinnulífsins – kjötskurður

Föstudaginn 16. maí fór fram afhending Fagbréfa atvinnulífsins fyrir kjötskurð. Það voru sex einstaklingar sem starfa hjá Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelli hafa með Fagbréfi fyrir kjötskurð fengið staðfestingu á sinn færni til að sinna kjötskurði. Samhliða því fær fyrirtækið betri yfirsýn yfir færni starfsmanna. Ferli fyrir Fagbréf er að með raunfærnimati er færni starfsfólks metin út […]
Stefnumótun unnin fyrir áherslur í starfi raunfærnimatnets á vegum Norræns samstarfs um símenntun (NLL)

Í vikunni hittust sérfræðingar í raunfærnimati frá öllum Norðurlöndunum og sjálfstýrðu svæðunum í Kaupmannahöfn til að móta forgangsatriði í málaflokknum fyrir næstu þrjú árin. Antra Carlsen, framkvæmdastjóri NLL, fór yfir nýjar áherslur Norrænu ráðherranefndarinnar og ábendingar hagsmunaaðila frá ráðstefnu í Finnlandi sl. nóvember. Megin markmiðið sem lagt er upp með er að fleiri styrki stöðu […]
NVL er nú NLL – Norrænt samstarf um símenntun

Tilkynnt var haustið 2024 að áherslubreytingar og nafnabreyting yrði á NVL árið 2025, en nafninu hefur verið breytt í NLL (Nordisk Netværk for Livslang Læring) sem þýtt hefur verið yfir á íslensku sem Norrænt samstarf um símenntun. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hýsir NLL á Íslandi. „Samstarf NLL og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins eflir þróun símenntunar með því að skapa […]
Grein í Gátt: Staðfestum fagmennsku og stuðlum að gæðum

Í nýrri grein í Gátt, veftímariti um fullorðinsfræðslu, fjallar Lilja Rós Óskarsdóttir um Fagbréf atvinnulífsins sem unnin hafa verið með hópum starfsmanna hjá Sláturfélagi Suðurlands. Fyrstu Fagbréfin voru veitt til sérhæfðra starfsmanna í matvælavinnslu hjá SS fyrir fjórum árum og nú hefur þessi leið til viðurkenningar og þróunar starfsmanna verið að festa sig í sessi […]