Forgangssvið við úthlutun árið 2024 eru:
- Þróa og skrifa námskrár sem miðar að þjálfun og inngildingu fjölbreyttra hópa þátttakenda. Í námskrá er gerð ítarleg grein fyrir framkvæmd og mati á námi.
- Þróa nýjar leiðir til að nálgast fólk á aldrinum 20 – 35 ára, í samstarfi fræðsluaðila, framhaldsskóla og atvinnulífs, svo sem með starfsnámi og/eða raunfærnimati eftir því sem við á.
- Svæðisbundin fræðsla og/eða þjálfun til að auka skilning á sjálfbærni sem leiðir til grænna og réttlátra umskipta, í samstarfi við atvinnulífið.
- Útfæra, þróa og aðlaga fyrri nýsköpunarverkefni sjóðsins að nýjum aðstæðum og þekkingu enda fylgi umsókn skriflegt leyfi styrkþega / höfunda efnis sem unnið var í fyrri nýsköpunarverkefnum til að efnið sé nýtt á þann hátt sem lýst er í umsókn1.
Við mat á umsóknum er m.a. litið til þess hvernig þær falla að markmiðum 2. greinar laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu, faglega þekkingu og reynslu umsækjanda af að vinna verkefni sem sótt er um styrk til.
Til úthlutunar eru 70 milljónir. Umsóknarfrestur rann út 20. maí 2024. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar eru hér að neðan.
Frekari upplýsingar veitir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í síma 599 1400 eða með að senda spurningar á netfangið frae@frae.is.
Að auki þurfa umsóknir að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Vera vandaðar og skýrt fram settar.
- Skýr tenging við markhóp laga um framhaldsfræðslu.
- Mæti sýnilegri þörf fyrir úrræði í framhaldsfræðslu.
- Hafi skýr skilgreind markmið og skilgreinda verkefnastjórn.
- Hafi skýra kostnaðar-, verk- og tímaáætlun.
- Skili hagnýtri afurð og verði vel kynnt.
Verkefnin skulu vera opin öllum fræðsluaðilum, mega ekki gera kröfu um umtalsverðan eða íþyngjandi kostnað, eða flókna sérfræðiþekkingu fyrir þá sem nýta sér afurðina.
Umsóknareyðublaðið á Word (til skoðunar)