Ársfundur FA 13. nóvember

Frá færni til vottunar – í námi, starfi og samfélagi  

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn 13. nóvember næstkomandi í samstarfi við NVL – Norrænt tengslanet um nám fullorðinna. Fundurinn verður í salnum Háteigi á Grand Hótel kl. 11:00 – 13:45 og verður einnig streymt. Boðið verður upp á léttar veitingar. 

Upptaka frá fundinum:

Áhersla ársfundar verður Fagbréf atvinnulífsins, verkfæri sem hefur verið í þróun hér á landi undanfarin ár að norrænni fyrirmynd í samstarfi FA, ASÍ og SA og árið 2024 komu ákvæði um þau í hluta kjarasamninga. Dæmi um það er samningur Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem gildir frá 1. febrúar 2024. Þar er ákvæði um nýtt hæfnilaunakerfi:  

Markmið hæfnilaunakerfis er að meta störf með hlutlægum hætti, fjölga þáttum sem horft er til við launasetningu og útbúa skýr viðmið við launasetningu og launaþróun starfsfólks. Með nýju hæfnilaunakerfi fær starfsfólk og atvinnurekendur öflugt tæki í hendur sem stuðlar að aukinni fræðslu og starfsþróun, gagnsæi, starfsánægju og betra vinnuumhverfi. Á sama tíma verða til skýrari hvatar fyrir starfsfólk til að þróast í starfi. 

Við þróun hæfnilaunakerfisins og skilgreiningavinnu á viðmiðum er m.a. horft til íslenska hæfnirammans. Þegar öllum hæfnikröfum starfs er náð er færnin staðfest með fagbréfi viðkomandi starfs. 

Dagskrá

Hugleiðingar um reynslu og þekkingu
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ

Frá færni til vottunar með Fagbréfum atvinnulífsins
Hildur Betty Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri FA

Competence Provision Through Collaboration Among Social Partners
Mats Johansson, framkvæmdastjóri Verslunarráðsins í Svíþjóð

Hvert stefnum við?
Selma Kristjánsdóttir, fagstjóri starfsmenntamála hjá VR og framkvæmdastjóri SVS

Matarhlé

Fyrirmyndir fimmtu menntastoðarinnar 2024
Einstaklingar heiðraðir sem hafa hlotið framgang í starfi eða styrkt stöðu sína með öðrum hætti eftir að hafa nýtt sér eitt eða fleiri af verkfærum framhaldsfræðslunnar

Fagbréf í tæknigreinum
Jakob Tryggvason, formaður Félags tæknifólks

Byggjum brýr á milli kerfa og út á vinnumarkaðinn
Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur – atvinnuþátttaka fatlaðs fólks hjá Vinnumálastofnun

Hæfnilaunakerfi – nýjung í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði
Björg Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri SGS og Maj-Britt H. Briem, lögmaður á vinnumarkaðssviði SA

Fundarstjóri: Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir, sviðsstjóri Fræðslusviðs ASÍ

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar