TENGJUM SAMAN – Fjölbreytileiki, lærdómur, vöxtur
Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn þann 13. nóvember n.k. á Grand hótel og er haldinn í samstarfi við NLL – Norrænt samstarf um símenntun og verður einnig streymt. Fundurinn hefst kl. 11:00 og stendur til 13:45, boðið verður uppá léttar veitingar.
Þema fundarins Tengjum saman – fjölbreytileiki, lærdómur, vöxtur vísar í að undanfarin ár hefur þátttaka innflytjenda aukist mikið innan framhaldsfræðslunnar og voru um 51% þátttakenda í námi með erlendan ríkisborgararétt árið 2024. Mest sótta námsleið FA var Íslenska og atvinnulíf. Flestir innflytjendur eru í starfi, en aðgengi að íslenskunámi eða tungumálastuðningi er misjafnt. Framhaldsfræðslan hefur unnið markvisst að því að ná til fólksins og símenntunarmiðstöðvar um land allt sjá um framkvæmd og útfærslur í takt við þarfir á hverju svæði fyrir sig í samstarfi við hagaðila.
Á ársfundi FA verður varpað ljósi á þátttöku fólks með erlendan ríkisborgararétt í verkfærum framhaldsfræðslunnar.
Streymi frá fundinum:
Dagskrá
Opnun
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra
Vöxtur innflytjenda í námi
Hildur Betty Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri FA og Maj-Britt Hjördís Briem, lögmaður á vinnumarkaðssviði SA og formaður stjórnar FA
Tungumálafulltrúi á vinnustað (Språkombud)
Olga Orrit, sérfræðingur hjá Miðstöð fyrir færniþróun í umönnunargeiranum í Svíþjóð fjallar um fyrirkomulag og árangur af tungumálastuðningi á vinnustað (Språkombud). Sú aðferð hefur reynst vel þar í landi og hefur árangurinn sýnt sig meðal starfsfólks í gegnum aukinn tungumálaskilning, aukna vellíðan í vinnu, færri veikindadaga og minni starfsmannaveltu.
Pallborð: Stefna, umgjörð og aðgengi að jöfnum tækifærum til íslenskunáms
Þátttakendur: Hanna Katrín Friðriksson, atvinnvegaráðherra, Finnbjörn Hermannsson, formaður ASÍ og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA. Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og inngildingu hjá ASÍ stýrir pallborði.
Stutt hádegishlé
Pallborð: Íslenskunám á vinnustað – tækifæri og áskoranir
Þátttakendur: Wendill Galan Viejo, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á menntadeild Landspítalans, Ásta Bjarnadóttir, skrifstofustjóri starfsþróunar og starfsumhverfis hjá Reykjavíkurborg, Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Hornsteini og Ólöf Guðmundsdóttir, hótelstjóri Hilton Reykjavik Nordica. Kristjana Arnarsdóttir, sérfræðingur á miðlunarsviði SA stýrir pallborði.
Fyrirmyndir í námi fullorðinna 2025
Fyrirmyndir í námi fullorðinna segja frá reynslu sinni af verkfærum framhaldsfræðslunnar og fá viðurkenningu fyrir sína frammistöðu.
Fundastjóri ársfundar:
Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir, sviðsstjóri fræðslusviðs ASÍ og varaformaður stjórnar FA
Skráið ykkur á fundinn hér:













