1. Kynningarglærur og upptökur frá kynningum má nálgast hér.
2. Viðtöl við fyrirlesara má nálgast hér. Þar á meðal er viðtal við Ulrich Scharf og Simon Schmid hjá SkillLab en verkefni þeirra um starfsferilsráðgjöf með gervigreind hlaut viðurkenningu á ráðstefnunni. Einnig viðtal við Marie Macauly þar sem hún segir frá alþjóðlegum leiðarvísi UNESCO um það hvernig á að gera raunfærnimat fyrir innflytjendur og flóttafólk. Í hlaðvarpsþætti NVL má finna viðtal við Deb Carr um sama efni.
3. Hlaðvarpsþáttur NVL með viðtölum við fyrirlesara má nálgast hér. Þar á meðal er viðtal við Dr. Nan Travers um örvottanir (e.microcredentials/incremental credentials) og viðtal við Dr. Maurice de Greef, rannsakanda við Vrije Universiteit Brussel (VUB), sem segir hlustendum frá TRANSVAL-EU verkefninu.
VPL Biennale er alþjóðleg ráðstefna um leiðir til að gera hæfni sýnilega og raunfærnimat. Hún er haldin á tveggja ára fresti, fyrst í Rotterdam 2014 og nú í Reykjavík dagana 19. og 20. maí sl. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hafði umsjón með ráðstefnunni hér á landi í samstarfi við Norræna tengslanetið um nám fullorðinna (NVL) og CEDEFOP. Árið 2024 mun ráðstefnan fara fram í Suður-Afríku. Upptökur frá öllum ráðstefnum VPL Biennale má nálgast hér.