Námskráin Sterkari starfskraftur lýsir 160 stunda námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem starfa eða hafa huga á að starfa við almenn skrifstofustörf. Markmiðið er að auka þekkingu og leikni þátttakenda til að takast á við örar breytingar í atvinnulífinu samfara fjórðu iðnbyltingunni og auka færni sína í upplýsingatækni. Lögð áhersla á að efla frumkvæði og skapandi hugsun við lausn verkefna.