Fræðsluaðili sem hefur áhuga á að fá EQM/EQM+ gæðavottun þarf að fara gegnum eftirfarandi ferli áður en hægt er að gefa út vottun. Fái fræðsluaðilinn vottun gildir hún alla jafna í þrjú ár frá útgáfu.
Ferli EQM/EQM+:
- Fræðsluaðili sækir umsóknareyðublað á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og fyllir það út og sendir til umsjónaraðila EQM/EQM+. Fræðsluaðili getur sótt um EQM/EQM+.
- Umsjónaraðili EQM/EQM+ á Íslandi afgreiðir umsóknina. Samningur er sendur til fræðsluaðila ásamt frekari leiðbeiningum.
- Fræðsluaðili fyllir út EQM/EQM+ matslista.
- Meginhlutverk matsaðila er að tryggja lögmæti lýsingar á gæðastarfi fræðsluaðila. Matsaðila ber að ljúka matinu og skila inn matsskýrslu innan tveggja mánaða, frá því matið fer fram, og upplýsa FA sem umsjónaraðila EQM/EQM+ og hlutaðeigandi fræðsluaðila um niðurstöðurnar.
- Fræðsluaðili fer árlega yfir matslista og sendir umsjónaraðila EQM/EQM+ upplýsingar um breytingar sem hafa orðið á starfseminni.
- Endurnýjun EQM/EQM+ er samfellt ferli til að viðhalda og tryggja gæði starfsins sem til skoðunar er á þriggja ára fresti.