Í nýrri grein í Gátt fjallar Haukur Harðarsson um nýja heildstæða námskrá í ferðatengdum greinum. Námskráin er unnin í samstarfi Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Um er að ræða þrjár námslínur í ferðaþjónustu sem er fyrsti hluti heilstæðrar námslínu á öllum skólastigum.
Ferðaþjónustan hefur orðið hart úti á tímum heimsfaraldursins. Því er brýnt að beita öllum ráðum við endurreisn greinarinnar. Fleiri tækifæri til menntunar starfsfólks er eitt þeirra. Aukin hæfni starfsfólks leiðir til bættrar þjónustu, framlegðar og verðmætasköpunar.
Lesið um námslínuna á vef Gáttar: