Forgangssvið við úthlutun árið 2025 eru:
- Græn umskipti Svæðisbundin fræðsla eða þjálfun til að auka skilning á sjálfbærni sem leiði til grænna og réttlátra umskipta, í samstarfi við fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög.
- Gervigreind Ritun námskrár þar sem innleiðing gervigreindar á vinnumarkaði verður hluti af fræðslu til starfsfólks og eykur tæknilæsi og inngildandi aðferðir til að mæta breytingum í starfsumhverfi.
- Starfsþjálfi Ritun námskrár fyrir starfsþjálfa, til þess að þjálfa einstaklinga sem taka að sér að leiðbeina starfsfólki á vinnustað. Til dæmis með inngildingu, í sérhæfðum starfstengdum orðaforða og fleira.
- Samfella milli stoða menntakerfisins Þróa starfstengdar námskrár /námsbrautir fyrir fullorðna einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn sem vilja ljúka námi í framhaldsskóla. Gerð er krafa um samstarf framhaldsfræðslu, framhaldsskóla og atvinnulífs, með það að markmiði að samfella sé milli stoða menntakerfa, með námslok á þrepi 2 eða 3 miðað við íslenska hæfnirammann um menntun.
Við mat á umsóknum er m.a. litið til þess hvernig þær falla að markmiðum 2. greinar laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu, faglega þekkingu og reynslu umsækjanda af að vinna verkefni sem sótt er um styrk til.
Til úthlutunar eru 38 milljónir. Umsóknarfrestur er til 16. apríl 2025. Nánari upplýsingar eru hér að neðan.
Frekari upplýsingar veitir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í síma 599 1400 eða með að senda spurningar á netfangið frae@frae.is.
Að auki þurfa umsóknir að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Vera vandaðar og skýrt fram settar.
- Skýr tenging við markhóp laga um framhaldsfræðslu.
- Mæti sýnilegri þörf fyrir úrræði í framhaldsfræðslu.
- Hafi skýr skilgreind markmið og skilgreinda verkefnastjórn.
- Hafi skýra kostnaðar-, verk- og tímaáætlun.
- Skili hagnýtri afurð og verði vel kynnt.
Verkefnin skulu vera opin öllum fræðsluaðilum, mega ekki gera kröfu um umtalsverðan eða íþyngjandi kostnað, eða flókna sérfræðiþekkingu fyrir þá sem nýta sér afurðina.
Umsóknareyðublaðið á Word (til skoðunar)