Í verkefninu Raddir ungra innflytjenda – inngilding í nám, starf og samfélag voru haldnir rýnihópar á fimm svæðum á Íslandi til að draga fram áskoranir í tengslum við inngildingu og nýta sem grunn til að vinna í átt að lausnum.
Stór hópur hagsmunaaðila var í bakhópi verkefnisins og að auki komu norrænir sérfræðingar að mótun og innihaldi þess. Í ferlinu var unnið samkvæmt vinnulagi hönnunarhugsunar (Design Based Research), sem dróg fram innsýn innflytjenda og hagsmunaaðila í djúpstæða þætti sem geta stuðlað að aukinni inngildingu í samfélaginu. Allar þær áskoraranir sem rýnihóparnir fimm lögðu fram voru yfirfarnar á ráðstefnu í formi vinnufunda þar sem jafnframt voru dregnar fram lausnir. Niðurstöður sýna meðal annars að nánara samstarf þarf að eiga sér stað við markhópinn og tengda hagsmunaaðila til að móta, þróa og festa í sessi þær lausnir sem komu fram. Ákveðin “blindsvæði” (e. blind spots) komu fram sem sýndu hversu mikið vantar upp á þann stuðning og leiðir sem nú eru í boði fyrir innflytjendur.
Fræðslumistöð atvinnulífsins (FA) leiddi verkefnið í samstarfi við Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL). Verkefnið var hluti af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.