Fimmti Raunfærnimatstvíæringurinn á Írlandi dagana 6. – 8. maí 2024
Tvíæringurinn er kraftmikil alþjóðleg samkoma, sem dregur fram hvernig raunfærnimat stuðlar að skilvirkum innlendum lausnum fyrir inngildandi nám og símenntun í sameiginlegu alþjóðlegu samhengi og flýtir fyrir breytingum og færnimótun. Tvíæringurinn er tækifæri okkar til að deila mikilvægum hugmyndum, þekkingu, reynslu, upplýsingum og þróun frá blönduðum heimi vinnu, náms og borgaralegs samfélags.
Raunfærnimatstvíæringurinn er nú í umsjón fulltrúa frá Írlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Áherslan í þetta sinn er á einstaklinginn og valdeflingu.
Lagt verður upp með spurninguna: Er vöxtur í raunfærnimati merki um virkt lýðræði?
Leitast verður við að kanna og skilja fjölbreyttar breytingar, afleiðingar og áhrif sem verða með þeirri valdeflingu sem á sér stað í gegnum raunfærnimatsferlið fyrir einstaklinga, samfélagið og stofnanir.
Ráðstefnan býður upp á upplýsingar um nýjustu strauma, verkfæri, tæki, árangursríkar aðferðir og aðferðir fyrir tiltekna markhópa. Tvíæringurinn byggir á starfi fyrri fjögurra tvíæringanna og tekur mið af evrópskum leiðbeiningum um mat á óformlegu og formlausu námi / raunfærnimat, sem og annarri nýlegri þróun.
Skráningagjald er 270 Evrur fram til 29. febrúar, en eftir það 400 Evrur.
Nánari upplýsingar um áherslur og skipulag má finna á heimasíðu ráðstefnunnar hér