Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Hildur Betty Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, undirrituðu samning þess efnis í gær. Vefurinn hefur nú verið opnaður að nýju.
Tilkynnt var um lokun vefsins í mars vegna skorts á fjármagni. Viðræður um áframhaldandi fjármögnun stóðu yfir í vor milli stjórnvalda og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, sem rekið hefur vefinn undanfarin ár.
Tilgangur vefsins er að tryggja að á einum stað séu greinargóðar og aðgengilegar upplýsingar um námsframboð á framhaldsskóla-, framhaldsfræðslu- og háskólastigi, störf á íslenskum vinnumarkaði, náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimatsleiðir. Auk þess styrkir vefurinn almenna fræðslu í menntastofnunum um nám og störf. Fjöldi notenda hefur vaxið úr um 20.000 á ári í tæplega 70.000 sem kallar á aukna þjónustu.
Mennta- og barnamálaráðuneytið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fjármagna vefinn en rekstur hans og þróun er í höndum Menntamálastofnunar.
Á mynd: Við undirritun samkomulags stjórnvalda og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um Næsta skref í mennta- og barnamálaráðuneytinu.