Ársskýrsla Fræðslusmiðstöðvar atvinnulífsins fyrir árið 2022 er komin út á rafrænu formi.
Árið einkenndist af framsækni, samvinnu og samtali. Ný verkefni litu dagsins ljós með nýjum samstarfsaðilum og nýtt verkfæri bættist við verkfæri framhaldsfræðslunnar undir heitinu Fagbréf atvinnulífsins.
FA fagnaði 20 ára afmæli og þrír stórir viðburðir voru haldnir á árinu í umsjón FA.
Í ársskýrslunni er að finna yfirlit yfir starfsemina og tölur yfir árangur starfsins. Alls fóru 567 einstaklingar í gegnum mat á raunfærni á vegum framhaldsfræðslunnar á árinu, 2.247 einstaklingar luku námi í námsleiðum FA og 8.760 ráðgjafarviðtöl um nám og störf fóru fram.
Frumvarp til nýrra laga um framhaldsfræðslu er í vinnslu og því óhjákvæmilegt að líta til framtíðar. FA situr í starfshópi sem vinnur að heildarendurskoðun á framhaldsfræðslunni og veitir ráðgjöf um gerð nýju laganna.
Ársskýrsluna má nálgast hér.