Grein í Gátt: Tungumálafulltrúi sem aðstoðar nýliða og styrkir vinnuumhverfið

Í nýrri grein í Gátt, veftímariti um fullorðinsfræðslu, er fjallað um Norskt verðlaunaverkefni sem kallast tungumálafulltrúi á vinnustað. Tungumálafulltrúinn er starfsmaður sem hlýtur þjálfun í að veita tungumálastuðning á vinnustað til nýliða sem hafa ekki góða þekkingu í tungumálinu. Verkefni tungumálafulltrúans (n. Språkmentor, s. Språkombud) hóf göngu sína í Svíþjóð og gaf þar góða raun. […]
ÁRSFUNDUR FA 2025

TENGJUM SAMAN – Fjölbreytileiki, lærdómur, vöxtur Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn þann 13. nóvember n.k. á Grand hótel og er haldinn í samstarfi við NLL – Norrænt samstarf um símenntun og verður einnig streymt. Fundurinn hefst kl. 11:00 og stendur til 13:45, boðið verður uppá léttar veitingar. Þema fundarins Tengjum saman – fjölbreytileiki, lærdómur, vöxtur […]
Gervigreindarknúið fræðsluefni fyrir allar atvinnugreinar

Fyrirtækið Atlas Primer hefur fengið styrk úr Fræðslusjóði til að þróa nýstárlegt fræðsluefni fyrir 271 mismunandi atvinnugreinaflokka með nýtingu gervigreindar. Verkefnið byggir á ISAT 2008 atvinnugreinaflokkuninni og felur í sér þróun sérsniðinna námskeiða fyrir hvern flokk – alls 271 námskeið. Markmið verkefnisins var að nýta gervigreind til að gera símenntun og starfsþróun aðgengilega öllum, óháð […]