Menningarnæmi í fullorðinsfræðslu
Í nýjustu greininni í Gátt fjallar Nichole Leigh Mosty um mikilvægi menningarnæmi í fullorðinsfræðslu. Í greininni er leitast við að veita kennurum og leiðbeinendum tækifæri til að öðlast skilning á menningarnæmi með hliðsjón af fullorðinsfræðslu þar sem Ísland er að verða mun fjölbreyttara samfélag en áður. Lesið greinina á vef Gáttar:
Ársskýrsla Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 2023
Ársskýrsla Fræðslusmiðstöðvar atvinnulífsins (FA) fyrir árið 2023 er komin út á rafrænu formi. Árið einkenndist af framsækni, samvinnu og samstarfi við ýmsa hagaðila, þróun á verkfærum, kynningar á starfsemi og verkfærum hér á landi og erlendis. Eitt af verkfærum FA, Fagbréf atvinnulífsins, varð hluti af kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands, Eflingar stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins. Í kjarasamningunum […]