Skrifstofuskólinn er 360 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 18 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna almennum skrifstofustörfum með áherslu á tölvur, bókhald og skrifstofutækni.