Select Page

Útgáfa

Útgáfa

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins gefur út Gátt sem er ársrit um fræðslumál fullorðinna með sérstakri áherslu á hverskonar framhaldsfræðslu og menntun á vinnumarkaði. Í ritinu er bæði fræðilegar greinar og almennar og þar fer fram kynning á rannsóknum og lausnum í fullorðinsfræðslu og símenntun, jafnt hagnýtum sem fræðilegum. Í ritiðnu eru greinar, viðtöl og frásagnir af nýjungum, farsælum verkefnum, framtíðarhugmyndum og breytingum á sviði framhaldsfræðslu og menntun á vinnumarkaði ásamt reynslusögum af verkefnum á Íslandi, bæði úr fyrirtækjum og fræðslustofnunum. Ritið hefur verið gefið út frá árinu 2004 og kemur út árlega. Árið 2017 var tekin upp sú nýjung að gefa Gátt út rafrænt á vef FA en fram að því hafði það verið gefið út í prentuðu formi. Ritið er allt aðgegnilegt hér á vefnum.

Á nokkurra vikna fresti gefur FA út ör-fréttablaðið Snepil þar sem sérfræðingar FA fjalla um þróun og nýungar sem unnið er að og greina frá stöðu mála er lúta að framhaldsfræðslu og þeim verkefnum sem FA er að fást við.

Sérfræðingar FA taka þátt í margvíslegum verkefnum og hafa unnið að skýrslum um þau verkefni. Ýmsar þeirra er að finna hér undir útgáfa.