Select Page

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf (FA)

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er í eigu ASÍ, SA, BSRB, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytisins og er samstarfsvettvangur og verkfærasmiðja eigenda í fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði.

Framtíðarsýn FA er að vera leiðandi í að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu.

Gildi FA eru Framsækni – Áreiðanleiki – Samstarf

Hlutverk FA er að veita fólki á vinnumarkaði, sem ekki hefur lokið prófi frá framhaldsskóla (markhópur framhaldsfræðslu), tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Miðað við tölur frá 2015 er markhópurinn um 20% fólks á vinnumarkaði (Hagstofa Íslands: frétt 10. jan. 2017).

Til að sinna hlutverki sínu vinnur FA meðal annars að eftirfarandi verkefnum:

  • Greina hæfnikröfur starfa á vinnumarkaði.
  • Vinna að þróun og viðurkenningu raunfærnimats í samstarfi við atvinnulíf og fræðsluaðila.
  • Auka framboð á vottuðu námi fyrir markhópinn byggt á hæfnigreiningum.
  • Efla náms- og starfsráðgjöf meðal einstaklinga sem ekki hafa lokið námi á  framhaldsskólastigi.
  • Tryggja gæði í starfi fræðsluaðila með þróun og innleiðingu á gæðakerfi fyrir framhaldsfræðsluna.
  • Taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi þar sem hagsmunir atvinnulífs og markhópsins eru í fyrirrúmi.
  • Miðla upplýsingum um árangur starfsins, nýjungar og þróun framhaldsfræðslu.

Eigendur og stjórn FA

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er einkahlutafélag. Eigendur (og eignahluti) er sem hér segir:

Stjórnarmenn FA

Stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins skipuð þannig

Formaður:
Kristín Þóra Harðardóttir

Varaformaður:
Karl Rúnar Þórsson

Meðstjórnendur:
Davíð Freyr Oddsson
Eyrún Björk Valsdóttir
Fjóla Jónsdóttir
Óskar Hafnfjörð Gunnarsson
María Guðmundsdóttir
Margrét Sigurðardóttir

Varastjórn:
Elín Valgerður Margrétardóttir
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir
Selma Kristjánsdóttir
Þórveig Þormóðsdóttir

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is