Select Page

Raunfærnimat

Evrópa og raunfærnimat

Árið 2004 kom fyrsta útgáfa af Evrópskum leiðbeiningum um raunfærnimat. Þær voru uppfærðar árið 2009 og 2015.

Evrópuleiðbeiningar mynda ramma um raunfærnimat en hvert land getur út frá þeim skapað sér sérstöðu eftir aðstæðum. Við þróun raunfærnimats á Íslandi hefur verið horft til Evrópuleiðbeiningannna frá upphafi og hefur það gefist vel. Áherslur í leiðbeiningunum hafa frá upphafi verið á:

 • Rétt einstaklingsins í ferlinu
 • Gæði í framkvæmd
 • Tengingu við hagsmunaaðila

Uppfærslan 2015 felur ekki í sér grundvallarbreytingu á hugmyndafræði og framkvæmd raunfærnimats. En með breyttri framsetningu nýtast þær betur en áður sem hjálpartæki við  framkvæmd raunfærnimats.

Helstu efnislegu áherslubreytingar snúa að eftirtöldum atriðum:

 • Einstaklingurinn er miðja verkefna (ráðgjöf, mismunandi tilgangur raunfærnimats)
 • Samvinna hagsmunaaðila við innleiðingu og framkvæmd
 • Gildi á niðurstöðum raunfærnimats (gæðamál)
 • Notkun viðmiða atvinnulífs og sjálfboðastarfa

Hægt er að nálgast Evrópuleiðbeiningar hér

Draga má fram sérstöðu íslenska kerfisins í eftirfarandi punktum:

 • Tenging við atvinnulífið með aðkomu FA að þróun og stýringu
 • Afmarkaður markhópur sem unnið er með – ekki lokið framhaldsskóla
 • Ráðgjöf hluti af ferlinu
 • Miðlæg stýring og söfnun upplýsinga um árangur og kostnað

Unnið með hópa,  en áhersla á þarfir einstaklingsins og einstaklingsbundið mat

Öll lönd Evrópu verði komin með virkt kerfi árið 2018

Í tilmælum Ráðherraráðs Evrópusambandsins (Council recommendations) um mat á óformlegu og formlausu námi (raunfærnimati)* er stefnt að því að öll  Evrópulönd eigi, ekki síðar en 2018, að hafa komið á raunfærnimatskerfi sem er aðgengilegt þeim einstaklingum sem gætu haft not af því.

Á myndinni má sjá stöðu raunfærnimats í löndum Evrópu.

Ísland er þar í flokki landa þar sem „skortur er á nokkrum þáttum“ og kemur það aðallega til vegna þess að framkvæmd raunfærnimat er aðeins í boði fyrir takmarkaðan hóp, þ.e. fólk með stutta formlega skólagöngu að baki.

Í tengslum við tilmæli Ráðherraráðsins tók sérfræðinganet NVL um raunfærni saman Vegvísi 2018. Hann má nota sem gátlista til að varpa ljósi á stöðu þróunar á raunfærnimati í einstaka löndum, innan starfsgreina og til samanburðar á ólíkum raunfærnimatskerfum. Viðmiðin eru niðurstaða umræðu innan sérfræðinganetsins og byggja á reynslu á Norðurlöndum. Vegvísir 2018 er ætlaður stefnumótendum og öðrum aðilum sem eru virkir í þróun raunfærnimats og símenntunar, til dæmis fræðsluaðilum og aðilum vinnumarkaðarins. Hann hefur verið þýddur á íslensku og má nálgast hann á pdf formi með því að smella á myndina.

Cedefop heldur utan um stöðu raunfærnimats í Evrópu í heild sinni og í einstökum löndum álfunnar undir heitinu European Inventory on validation of non-formal and informal . learning    Þar er einnig  að finna mikið að góðu efni um einstaka þætti raunfærnimats  (Thematic reports), samantektir (Executive summary) og  stöðu einstakra landa. (Country reports)

Vefslóðinn er http://www.cedefop.europa.eu/en/events-and-projects/projects/validation-non-formal-and-informal-learning/european-inventory

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur tekið þátt í og stýrt ýmsum Evrópuverkefnum um raunfærnimat sem hafa gefið af sér mikilvægan lærdóm inn í þróunarvinnuna. 

VISKA

Revow

ValidAid

Norrænt tengslanet um nám fullorðinna

Fulltrúar frá FA sitja í tengslaneti sérfræðinga NVL um raunfærnimat. Hlutverk netsins er að móta stefnu og áherslur varðandi raunfærnimat á Norðurlöndum og miðla reynslu milli þjóðanna. Netið hefur einnig reynst mikilvægt í að koma áherslum norðurlandanna að í Evrópuumræðu. Nánari upplýsingar um starfsemi og afurðir netsins er að finna hér http://nvl.org/validering

Eitt af þeim verkfærum sem netið sér um er vefsíða sem ber heitið Valiguide. Þar er að finna samantekt á efni frá Norðurlöndunum og Evrópu um raunfærnimat. Upplýsingarnar sem þar er að finna eru hugsaðar fyrir þau sem vinna við raunfærnimat, stefnumótendur og hagsmunaaðila. Markmið Valiguide er að miðla þekkingu milli norðurlanda og bjóða upp á efni sem hefur notagildi í framkvæmd.

Vefinn er að finna hér http://nvl.org/valiguide