Select Page

Ráðgjöf um nám og störf

Norrænt og evrópskt samstarf um náms- og starfsráðgjöf

Samstarfsaðilar í náms- og starfsráðgjöf 

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins vinnur með erlendum og innlendum sérfræðingum auk ráðgjafa framhaldsfræðslunnar að þróun náms- og starfsráðgjafar fyrir markhópinn.   Þá er unnið  erlendum samstarfsverkefnum um ráðgjöf sem miðlað er áfram til samstarfsaðila og afurðir verkefnanna nýttar á vettvangi framhaldsfræðslunnar og þróaðar áfram eftir þörfum. 

Norrænt samstarf 

Innan NVL (norrænt tengslanet um nám fullorðinna) er starfandi net sérfræðinga sem styður við þróun og gæði náms- og starfsráðgjafar á Norðurlöndum.  Ráðgjöfin er lykilþáttur í að hvetja fullorðna til símenntunar og stuðla að námi og færniþróun til að styrkja fólk til að stýra eigin starfsferli.  Stöðugar breytingar á vinnumarkaði krefjast hæfni einstaklinga til að aðlagast samfélagi og atvinnulífi.  

Verkefni netsins eru fjölbreytt og áhersla á miðlun efnis og reynslu: 

  • Skýrslur og greinaskrif 
  • Undirbúningur, framkvæmd og þátttaka á ráðstefnum 
  • Tengslamyndun á sviði náms- og starfsráðgjafar 

Sjá nánar á nvl.org

Á vegum NVL hafa verið gerðar kannanir og skýrslur tengdar náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna á Norðurlöndum: 

Í október 2019 kom út skýrsla um Upplýsingatækni og ráðgjöf í Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum þar sem áhersla er á þróun rafrænnar ráðgjafar fyrir fullorðna á svæðunum sjá: IKT og VEJLEDNING 

Í október 2015 kom út skýrsla sem unnin var í samstarfi við NVL net um raunfærnimet þar sem ráðgjöf í raunfærnimati á Norðurlöndum var kortlögð og tillögur að frekari þróun lagðar fram, sjá: Guidance in validation within the Nordic region 

Í mars 2017 kom út skýrsla um kortlagningu á Samhæfingu náms- og starfsráðgjafar á Norðurlöndum sjá: Samordning av vägledningen i de nordiska länderna 

2015 kom einnig út skýrsla um Færni í stjórnun á eigin starfsferli (e. Career management skills) sem unnin var í samstarfi við norrænan hóp innan ELGPN sjá: Ett nordiskt perspektiv på karrieärkompetens och vägledning 

Evrópskt samstarf

VISKA – Evrópuverkefni um aukinn sýnileika á starfshæfni innflytjenda (2017-2020) 

FA og IÐAN fræðslusetur stýrðu verkefninu hér á landi fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Menntavísindastofnun HÍ vann rannsóknarhluta þess. 

Í verkefninu voru þróuð tæki og aðferðir sem stuðlað gætu að heildrænu og aðgengilegu raunfærnimatskerfi fyrir innflytjendur auk einstaklinga sem ekki hafa lokið formlegri menntun á framhaldsskólastigi. Áhersla var á að þróa viðmið og aðferðir til að draga fram og meta færni. VISKA beindi jafnframt sjónum að því forgangsatriði að gera yfirfæranlega færni (e. transversal skills/transferable skills) einstaklingsins, svo sem persónulega og sérhæfða færni sýnilega svo hún nýtist sem best.  

Á Íslandi fóru 51 innflytjandi í gegnum matsferli, flestir frá Póllandi. Matsaðilar og ráðgjafar í verkefninu fengu þjálfun í því að vinna með túlki og menningarnæmi. 

Rannsóknarskýrslur úr verkefninu má finna á heimasíðu þess.  

Sjá einnig grein um VISKA verkefnið í Gátt og samantekt um helstu niðurstöður þess

GOAL – Evrópuverkefni um ráðgjöf og leiðsögn fyrir fullorðna (2015-2018) 

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) var í forsvari fyrir verkefnið hér á landi fyrir hönd mennta– og menningarmálaráðuneytisinsMímir-símenntun og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) voru framkvæmdaaðilarMenntavísindastofnun HÍ sá um rannsókn á hvernig til tekst í verkefninu hér á landi. 

Verkefnið gekk út á  efla samstarf hagsmunaaðila um  færa námstengda ráðgjöf nær þeim hópum sem sækja síst í námÞjónustuaðilar unnu  yfirliti verkfæra og aðferða sem hafa verið gagnlegar í vinnu með hópnum og ráðgjafar á vettvangi framhaldsfræðslunnar fengu þjálfun í áhugahvetjandi samtalstækni m.m. Tilvísunarleiðir á milli aðila voru slípaðar til og útbúnir samstarfssamningar. 

Á Íslandi fengu 95 einstaklingar ráðgjöf í gegnum verkefnið. Það var mikil áskorun að ná til hópsins og að fá fólk í viðtöl. Margir voru að fást við erfiðar áskoranirÍ gegnum samstarf við hagsmunaaðila á svæðunum (t.d. félagsþjónustuaðila og Vinnumálastofnun) voru þróaðar tilvísanaleiðir til símenntunarmiðstöðvanna þar sem einstaklingar komu í ráðgjafarviðtal og boðið að taka þátt í GOAL verkefninu (námskeið/ráðgjöf) 

Rannsóknarskýrslur í verkefninu  finna á heimasíðu þess   

Sjá einnig grein um GOAL verkefnið í Gátt  

Worklife guidance – Evrópuverkefni um ráðgjöf í atvinnulífinu (2014-2016)

FA leiddi verkefni um Ráðgjöf í atvinnulífinu í samstarfi við aðila frá Finnlandi, Hollandi, Austurríki og Svíþjóð. Verkefnið snerist um að tengja saman aðferðir sem notaðar eru í náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimati og mannauðsstjórnun. Meginhugsunin var að leita leiða til að draga fram nám og þjálfun sem fer fram á vinnustaðnum og aðstoða fyrirtæki og starfsmenn við að byggja upp lærdómsfyrirtæki og trúna á að skipulögð færniþróun í þágu beggja aðila sé sameiginlegt hagsmunamál. 

Helsta afurð verkefnisins var verkfærakista og þjálfunarefni fyrir ráðgjafa og stjórnendur sem vilja nýta sér hana. Ráðgjafar á vettvangi framhaldsfræðslunnar á Íslandi hafa fengið þjálfun í notkun verkfærakistunnar. 

Nánar um verkefnið á heimasíðu þess. 

Sjá einnig grein um Ráðgjöf í atvinnulífinu í Gátt