Select Page

Náms- og starfsráðgjöf

Samstarfsaðilar í náms- og starfsráðgjöf

FA vinnur með erlendum og innlendum sérfræðingum auk ráðgjafa framhaldsfræðslunnar að þróun náms- og starfsráðgjafar fyrir markhópinn.  FA hefur tekið þátt í erlendum samstarfsverkefnum um ráðgjöf sem miðlað er áfram til samstarfsaðila. Afurðir verkefnanna eru nýttar á vettvangi framhaldsfræðslunnar og þróaðar áfram eftir þörfum.

Á árinu 2006 gerðu Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og símenntunarmiðstöðvar um land allt með sér samninga um náms- og starfsráðgjöf á vinnustað. Í samningunum felst að náms-og starfsráðgjafar á vegum símenntunarmiðstöðva fara á vinnustaði á heimaslóðum sínum, kynna ráðgjöfina og veita einstaklingsviðtöl um nám og störf. Áhersla er lögð á að hvetja fólk til virkrar símenntunar.

Nánari upplýsingar um símenntunarmiðstöð í þinni heimabyggð má finna hér og á vefnum Næsta skref.

 

Erlend samstarfsverkefni

Worklife Guidance

Worklife Guidance

Ráðgjöf í atvinnulífinu.  Erasmus+ KA3 samstarfsverkefni 5 landa sem stóð frá 2014 – 2016.  Afurðir verkefnisins og verkfærakista sjá hér.
VISKA

VISKA

Visible skills of adults. Erasmus+ KA3 samstarfsverkefni fjögurra landa, 2017 – 2020. Heimasíða verkefnisins hér.
GOAL

GOAL

Guidance and orientation for adult learners. Erasmus+ KA3 samstarfsverkefni 8 landa, 2015 – 2018.  Heimasíðu verkefnisins má sjá hér og innlend lokaskýrsla hér.