Select Page

Ráðgjöf um nám og störf

Ítarefni og verkfæri

Hér má finna greinar úr Gátt um ráðgjöf í framhaldsfræðslu og annað tengt efni 

Norðmenn gerðu það – Hvert stefnum við? 
Arnar Þorsteinsson fjallar um vefgátt sem Norðmenn hafa hannað og veitir upplýsingar um nám og störf. Grein í Gátt 2020.

Náms- og starfsráðgjöf fyrir innflytjendur 
Guðrún Vala Elísdóttir fjallar m.a. um hvers vegna innflytjendur þurfa ráðgjöf?  Grein í Gátt 2020.

Náms- og starfsráðgjöf í tölum
Guðrún Erla Öfjörð fer yfir tölfræði úr náms- og starfsráðgjöf framhaldsfræðslunnar frá 2006  2017. Grein í Gátt 2018.

Næsta skref 
Arnar Þorsteinsson skrifar um upplýsinga- og ráðgjafarvefinn NæstaSkref.is Grein í Gátt 2018.

VISKA – Nýtt Evrópuverkefni um aukinn sýnileika á starfshæfni innflytjenda 
Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir, Fjóla María Lárusdóttir, Helen Gray og Rakel Steinvör Hallgrímsdóttir kynna VISKA verkefnið þar sem stuðlað er að heildrænu og aðgengilegu raunfærnimatskerfi fyrir innflytjendur. Grein í Gátt 2017.

GOAL – Ráðgjöf og leiðsögn fyrir fullorðna námsmenn. Sýn ráðgjafa 
Arndís Harpa Einarsdóttir, Ingibjörg Hanna Björnsdóttir, Lilja Rós Óskarsdóttir og Steinunn Björk Jónatansdóttir, fjalla um þeirra sýn á Evrópuverkefnið GOAL þar sem markmiðið var að þróa ráðgjöf fyrir fólk sem sem sækir síður í náms- og starfsráðgjöf og nám. Grein í Gátt 2017.

Ráðgjöf í atvinnulífinu  Worklife guidance 
Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir og Fjóla María Lárusdóttir skrifa um Evrópuverkefnið Ráðgjöf í atvinnulífinu, sem snýst um að tengja saman aðferðir í náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimati og mannauðsstjórnun til að efla hæfniþróun á vinnustað. Grein í Gátt 2016.

Ráðgjöf í raunfærnimati á Norðurlöndum – Áskoranir og tillögur 
Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir og Fjóla María Lárusdóttir fjalla um könnun á stöðu ráðgjafar í raunfærnimati sem unnin var af ráðgjafar– og raunfærnimatsnetum innan NVL og voru niðurstöðurnar teknar saman í skýrslu. Grein í Gátt 2015.

GOAL – Nýtt evrópskt þróunarverkefni 
Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir og Fjóla María Lárusdóttir segja frá GOAL evrópuverkefninu þar sem áhersla er á að þróa ráðgjöf og leiðsögn fyrir fullorðna sem sækja síst í nám. 
 Grein í Gátt 2015.

Fréttir tengdar ráðgjöfinni:

Nýr Snepill

Nýr Snepill

Nýr Snepill er kominn út. Þar eru fréttir af...