Select Page

Námskrár

Almennar námskrár

Frekari upplýsingar um fræðslustofnanir sem kenna eftirfarandi námskrár er að finna HÉR.

 

Ýttu á + til að fá nánari upplýsingar um námskrárnar.

AÐ LESA OG SKRIFA Á ÍSLENSKU

Að lesa og skrifa á íslensku er 100 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 5 framhaldsskólaeininga. Náminu er ætlað að auka hæfni námsmanna til að lesa og skrifa á íslensku og öðlast öryggi í framburði íslenskra hljóða.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

AFTUR Í NÁM

Aftur í nám er 95 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 7 eininga. Námið er ætlað þeim sem eiga í erfiðleikum með lestur og ritun.

Námskrá á pdf

Sjá kynningarmynd um námsleiðina

Bæklingur 

GRUNNMENNTASKÓLINN

Grunnmenntaskóli er 300 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 24 eininga. Námið er fyrir fólk með stutta skólagöngu að baki. Áhersla er á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og styrki stöðu sína í almennum námsgreinum.

Námskrá á pdf

Sjá kynningarmyndband um námsleiðina

Bæklingur

ÍSLENSK MENNING OG SAMFÉLAG

Íslensk menning og samfélag er 200 klukkustunda nám á 1. til 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 10 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað fólki af erlendum uppruna til að auðvelda því aðlögun að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

LÍF OG HEILSA - LÍFSSTÍLSÞJÁLFUN

Líf og heilsa – lífsstílsþjálfun er 300 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 15 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað fólki sem vill taka ábyrgð á eigin heilsu og bæta hana.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

MENNTASTOÐIR

Menntastoðir er 1000 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 50 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem stefna á nám við undirbúningsdeildir háskóla eða vilja efla hæfni sína í almennum bóklegum greinum.

Námskrár á pdf 

Námskrá í námskrárgrunni

MFA - SKÓLINN

MFA-skóli er 350 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 27 eininga. Námið er ætlað atvinnuleitendum, sem hafa stutta formlega skólagöngu. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni og öðlist um leið jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms.

Námskrá á pdf

NÁM OG ÞJÁLFUN Í ALMENNUM BÓKLEGUM GREINUM

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum er 300 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 24 eininga. Námið er einkum ætlað fólki á vinnumarkaði sem byrjað hefur nám í framhaldsskóla en ekki lokið almennum bóklegum greinum með prófi til brautskráningar.

Námskrá á pdf

SKREF TIL SJÁLFSHJÁLPAR Í LESTRI OG RITUN

Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun er 40 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 2 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað einstaklingum með lestrar- og skriftarörðugleika með það að markmiði að auka færni þeirra í lestri og ritun.

Námsskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

Ummæli námsmanna

STERKARI STARFSMAÐUR

Sterkari starfsmaður er 150 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 12 eininga. Námið er ætlað fólki á vinnumarkaði sem vill auka færni sína til að takast á við breytingar í starfi.

Námskrá á pdf

STÖKKPALLUR

Stökkpallur er 180 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 10 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem horfið hafa frá námi og/eða eru án atvinnu. Markmið námsins er að auka starfshæfni námsmanna og gera þá meðvitaðri um eigin styrkleika.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

UPPLEIÐ - NÁM BYGGT Á HUGRÆNNI ATFERLISMEÐFERÐ

Uppleið – Nám byggt á hugrænni atferlismeðferð er 40 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er ætlað þeim sem vilja læra að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í daglegu lífi.

Námskráin á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

Námskráin er þróuð af Framvegis, miðstöð símenntunar.