Select Page

Námskrár

Allar námskrár

Frekari upplýsingar um fræðslustofnanir sem kenna eftirfarandi námskrár er að finna HÉR.

 

Ýttu á + til að fá nánari upplýsingar um námskrárnar.

AÐ LESA OG SKRIFA Á ÍSLENSKU

Að lesa og skrifa á íslensku er 100 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 5 framhaldsskólaeininga. Náminu er ætlað að auka hæfni námsmanna til að lesa og skrifa á íslensku og öðlast öryggi í framburði íslenskra hljóða.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

AFTUR Í NÁM

Aftur í nám er 95 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 7 eininga. Námið er ætlað þeim sem eiga í erfiðleikum með lestur og ritun.

Námskrá á pdf

Sjá kynningarmynd um námsleiðina

Bæklingur 

FAGNÁM Í UMÖNNUN FATLAÐRA

Fagnám í umönnun fatlaðra er 324 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 16 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra og veita framsækna og metnaðarfulla þjónustu.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni 

FAGNÁMSKEIÐ FYRIR STARFSMENN Í FÉLAGS- OG HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU

Fagnámskeið fyrir starfsmenn félags- og heilbrigðisþjónustu er 210 klukkustunda nám á 1. til 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 10 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem annast um eða hlynna að sjúkum eða öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum.

Námskráin byggir á starfaprófílnum „Umönnun á hjúkrunarheimilum“, sem finna má hér

Námskráin á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

Námslýsing

FAGNÁMSKEIÐ FYRIR STARFSMENN LEIKSKÓLA

Fagnámskeið fyrir starfsmenn leikskóla er 210 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 17 eininga. Námið er ætlað þeim sem vinna á leikskólum en hafa ekki lokið formlegu framhaldsskólanámi og er fullnægjandi undirbúningur fyrir framhaldsnám á leikskólabrú framhaldsskóla.

Námskrá á pdf

FAGNÁM FYRIR STARFSÞJÁLFA

Fagnám fyrir starfsþjálfa er 170 klukkustunda nám á 2. til 3. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfsþjálfun á sínum vinnustað.

Námskráin byggir á starfaprófílnum „Starfsþjálfi“, sem finna má hér

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

Námslýsing

FERÐAÞJÓNUSTA - FISKUR OG FERÐAÞJÓNUSTA

Ferðaþjónusta – Fiskur og ferðaþjónusta er 300 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 24 eininga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa í ferðaþjónustu á svæðum þar sem afkoman byggist á nýtingu sjávar og ferskvatns hvort sem er um að ræða afþreyingarfyrirtæki eða gisti- og veitingastaði.

Námsskrá á pdf

Ummæli námsmanna

FERÐAÞJÓNUSTA - FÆRNI Í FERÐAÞJÓNUSTU I

Ferðaþjónusta – Færni í ferðaþjónustu I er 60 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 5 eininga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa í ferðaþjónustu og vilja efla færni sína í að takast á við fjölbreytt úrlausnarefni í því starfi. Fyrsti hluti námsins getur hentað fyrir nýliða eða sumarstarfsfólk.

Námskrá á pdf

Ummæli námsmanna

FERÐAÞJÓNUSTA - FÆRNI Í FERÐAÞJÓNUSTU II

Ferðaþjónusta – Færni í ferðaþjónustu II er 100 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 9 eininga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa í ferðaþjónustu og hafa hug á að efla færni sína í að sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á ýmsum sviðum innan hennar. Námið er sjálfstætt framhald af Færni í ferðaþjónustu I.

Námskrá á pdf

FERÐAÞJÓNUSTA - LAUGAR, LINDIR OG BÖÐ

Ferðaþjónusta – Laugar lindir og böð er 107 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 9 eininga. Náminu er ætla að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni í vinnu.

Námskrá á pdf

FJÖLVIRKJAR

Fjölvirkjar er 170 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 13 eininga. Námið er ætlað lykilstarfsmönnum í iðnaðar-, framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum, sem vilja auka persónulega og faglega hæfni sína.

Námskrá á pdf

FRÆÐSLA Í FORMI OG LIT

Fræðsla í formi og lit er 432 klukkustunda nám á 3. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 21 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem hafa áhuga á skapandi starfi, hugmyndavinnu, myndgerð, framsetningu myndlistar og myndlistarsögu.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

GRUNNMENNTASKÓLINN

Grunnmenntaskóli er 300 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 24 eininga. Námið er fyrir fólk með stutta skólagöngu að baki. Áhersla er á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og styrki stöðu sína í almennum námsgreinum.

Námskrá á pdf

Sjá kynningarmyndband um námsleiðina

Bæklingur

GRUNNNÁMSKEIÐ FYRIR FISKVINNSLUFÓLK

Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk er 128 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 7 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem starfa við verkun og vinnslu sjávarafla svo sem í flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverkun og rækju- og skelvinnslu.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

Námskráin á ensku

Námskráin á pólsku

Námskráin á tælensku

GRUNNNÁM FYRIR SKÓLALIÐA

Grunnnám fyrir skólaliða er 70 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 6 eininga. Námið er einkum ætlað þeim sem hafa umsjón með grunnskólabörnum í frímínútum, í útivist og á matmálstímum auk þess að ræsta skólahúsnæði og sinna skyldum verkefnum á því sviði.

Námskrá á pdf

ÍSLENSK MENNING OG SAMFÉLAG

Íslensk menning og samfélag er 200 klukkustunda nám á 1. til 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 10 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað fólki af erlendum uppruna til að auðvelda því aðlögun að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

JARÐLAGNATÆKNI

Jarðlagnatækni er 300 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 24 eininga. Námið er ætlað verkamönnum, flokksstjórum, verkstjórum og verktökum sem vinna við nýlagnir, endurbætur, viðhald og viðgerðir rafstrengja, vatnslagna, hitalagna, fjarskiptalagna og fráveitna í jörð.

Námskrá á pdf

Ummæli námsmanna

LÍF OG HEILSA - LÍFSSTÍLSÞJÁLFUN

Líf og heilsa – lífsstílsþjálfun er 300 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 15 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað fólki sem vill taka ábyrgð á eigin heilsu og bæta hana.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

MEÐFERÐ MATVÆLA

Meðferð matvæla er 60 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 5 eininga. Námið er ætlað þeim sem starfa við eldi spendýra, fugla, fiska eða ræktun korns.

Námskrá á pdf

MENNTASTOÐIR

Menntastoðir er 1000 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 50 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem stefna á nám við undirbúningsdeildir háskóla eða vilja efla hæfni sína í almennum bóklegum greinum.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

MFA - SKÓLINN

MFA-skóli er 350 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 27 eininga. Námið er ætlað atvinnuleitendum, sem hafa stutta formlega skólagöngu. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni og öðlist um leið jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms.

Námskrá á pdf

MÓTTAKA OG MIÐLUN

Móttaka og miðlun er 60 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 3 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við móttöku viðskiptavina og veita þjónustu og upplýsingar í samræmi við þjónustustefnu fyrirtækja.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

NÁM Í STÓRIÐJU - GRUNNNÁM

Nám í stóriðju – grunnnám er 400 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 20 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna starfi í stóriðju þar sem bræðsluofnar eða rafgreiningarker eru burðarásar í framleiðslunni.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

NÁM Í STÓRIÐJU - FRAMHALDSNÁM

Nám í stóriðju – framhaldsnám er 500 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 25 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna starfi í stóriðju og hafa lokið námi samkvæmt námskránni Nám í stóriðju – grunnnám.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

NÁM OG ÞJÁLFUN Í ALMENNUM BÓKLEGUM GREINUM

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum er 300 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 24 eininga. Námið er einkum ætlað fólki á vinnumarkaði sem byrjað hefur nám í framhaldsskóla en ekki lokið almennum bóklegum greinum með prófi til brautskráningar.

Námskrá á pdf

SAMFÉLAGSTÚLKUR

Samfélagstúlkur er 130 klukkustunda nám á 3. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 6 eininga á framhaldsskólastigi. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við samfélagstúlkun sem felst í því að miðla munnlega merkingu á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að taka afstöðu til viðfangsefnisins.

Námskráin byggir á starfaprófílnum ,,Samfélagstúlkur” sem má finna hér

Námskrá í námskrárgrunni

Námskráin er þróuð af Mími

SKJALAUMSJÓN

Skjalaumsjón er 160 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við skjölun og frágang skjala, með sérstakri áherslu á rafræna skjalastjórnun.

Námskráin byggir á starfaprófílnum „Skjalaumsjón“, sem finna má hér

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

SKREF TIL SJÁLFSHJÁLPAR Í LESTRI OG RITUN

Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun er 40 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 2 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað einstaklingum með lestrar- og skriftarörðugleika með það að markmiði að auka færni þeirra í lestri og ritun.

Námsskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

Ummæli námsmanna

SKRIFSTOFUNÁM

Skrifstofunám er 160 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga. Námið er fyrir þá sem hafa hug á að sinna almennum skrifstofustörfum eða sækja frekara nám á því sviði.

Námskrá í námskrárgrunni

Námskráin er þróuð af Fræðslumiðstöð Vestfjarða

SKRIFSTOFUSKÓLINN

Skrifstofuskólinn er 360 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 18 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna almennum skrifstofustörfum með áherslu á tölvur, bókhald og skrifstofutækni.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

SMIÐJA

Smiðja er 160 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem vilja kynnast fjölbreyttum vinnuaðferðum þar sem reynir á verkkunnáttu, sköpunarkraft, samhæfingu og fjölbreytt tjáningarform.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

Dæmi um námslýsingar fyrir smiðju:

STARFSNÁM Á SAMGANGNA- UMHVERFIS OG FRAMKVÆMDASVIÐI

Starfsnám á samgangna- umhverfis- og framkvæmdasviði er 200 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 15 eininga. Námið er ætlað þeim sem vinna eða vilja vinna á samgangna-, umhverfis- og framkvæmdasviði sveitarfélags eða við sambærileg störf á vegum verktaka.

Námskrá á pdf

STARFSNÁM Í VÖRUHÚSI

Starfsnám í vöruhúsi er 120 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 6 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa í vöruhúsum við að taka á móti og afgreiða vörur ásamt því að fylgjast með vörulager.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

STERKARI STARFSMAÐUR

Sterkari starfsmaður er 150 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 12 eininga. Námið er ætlað fólki á vinnumarkaði sem vill auka færni sína til að takast á við breytingar í starfi.

Námskrá á pdf

STÖKKPALLUR

Stökkpallur er 180 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 10 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem horfið hafa frá námi og/eða eru án atvinnu. Markmið námsins er að auka starfshæfni námsmanna og gera þá meðvitaðri um eigin styrkleika.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

SÖLU-, MARKAÐS- OG REKSTRARNÁM

Sölu- markaðs- og rekstrarnám  er 440 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 22 framhaldsskólaeininga. Náminu er ætlað að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem sinna eða hafa hug á að sinna, sölustörfum, markaðsmálum eða stofna til eigin reksturs.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

TÆKNIÞJÓNUSTA

Tækniþjónusta er 140 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 7 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi í fjölbreyttri tækniþjónustu við viðskiptavini og samstarfsfólk.

Námskráin byggir á starfaprófílnum „Starfsmaður í tækniþjónustu“, sem finna má hér

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

TÖLVUUMSJÓN

Tölvuumsjón er 344 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 17 framhaldsskólaeininga. Náminu er ætlað að efla hæfni þeirra sem vinna við eða hafa hug á að vinna við tölvuviðgerðir og þjónusta tölvukerfi.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

UPPLEIÐ - NÁM BYGGT Á HUGRÆNNI ATFERLISMEÐFERÐ

Uppleið – Nám byggt á hugrænni atferlismeðferð er 40 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er ætlað þeim sem vilja læra að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í daglegu lífi.

Námskráin á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

Námskráin er þróuð af Framvegis, miðstöð símenntunar.

UPPLÝSINGATÆKNI - ÞJÓNUSTA OG MIÐLUN

Upplýsingatækni – þjónusta og miðlun er 170 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga.  Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við upplýsingatækni – þjónustu og miðlun og umsýslu/aðlögun gagna.

Námskráin byggir á starfaprófílnum „Starf í upplýsingatækni“, sem finna má hér

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

Námslýsing

VELFERÐATÆKNI

Velferðatækni er 40 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa við velferðarþjónustu og vilja öðlast aukna þekkingu og leikni í að takast á við tækniþróun í geiranum.

Námskrá í námskrárgrunni

Námskráin er unnin af Framvegis, miðstöð símenntunar

VERKFÆRNI Í FRAMLEIÐSLU

Verkfærni  í framleiðslu er 220 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 11 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa á sviði framleiðslu í málm- og tæknigreinum og styrkja þá til frekara náms.

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

VERSLUNARFULLTRÚI

Verslunarfulltrúi er 580 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 29 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi verslunarfulltrúa eða samsvarandi starfi.

Námskráin byggir á starfaprófílnum „Verslunarfulltrúi“, sem finna má hér

Námskrá á pdf

Námskrá í námskrárgrunni

Námslýsing á pdf

VÖRUFLUTNINGASKÓLINN

Vöruflutningaskólinn er 339 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 23 eininga. Námið er ætlað þeim sem starfa hjá flutningafyrirtækjum og vilja bæði styrkja faglega hæfni sína og efla sjálfstraust.

Námskrá á pdf

ÞJÓNUSTULIÐAR

Þjónustuliðar – grunnnám er 60 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 5 eininga. Námið er ætlað þeim sem starfa við ræstingar, hreingerningar eða sótthreinsun í býtibúrum, borðstofum, kaffistofum, matsölum eða þvottahúsum.

Námskrá á pdf

ÖRYGGISVARÐANÁM

Öryggisvarðanám er 300 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 24 eininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eftirliti, vöktun, vörslu og viðbragðsstöðu hjá fyrirtækjum sem annast öryggisþjónustu í atvinnuskyni.

Námskrá á pdf