Kennslufræði
Valmynd
Gagnleg öpp og forrit í kennslu og námi
Fyrirtæki og stofnanir eru víða hvött til að nýta tímann á dögum minnkandi eftirspurnar til að auka fræðslu meðal starfsmanna sinna. Hér er samantekt á nokkrum gagnlegum forritum og öppum sem geta nýst í rafrænu námi og kennslu. Ef þið smellið á myndirnar komist þið inn á viðkomandi vefsíður. Þessi listi er ekki tæmandi og verður uppfærður.
Zoom
Skýjalausn fyrir fjarfundi, spjall, samstarf og kynningar, frá 1 upp í 100 manns. Frítt að vissu marki.
Teams meeting
Hluti af Office 365. Hugbúnaður til að hittast, senda skilaboð, tala og vinna saman.
Adobe Connect
Alhliða vettvangur fyrir rafræn samskipti, fundi og atburði, frítt út maí 2020.
Google Hangout
Myndsamtöl og skilaboðaskjóða, frítt með google áskrift.
Moodle
Námsumsjón og samskipti. Þarf að setja upp fyrir skólann/stofnunina.
Google classroom
Námsumsjónakerfi. Frítt með google áskrift.
Seesaw
Rafræn skólastofa svipað og google classroom – búa til og samnýta stafræn námsgögn og verkfæri.
Explain everything
Skjáupptökur t.d. fyrir glærukynningar.
Camtasia
Upptökur og klippingar
Screencastify
Upptökur. Viðbót við Chrome vafrann, hægt að taka upp skjáinn eða hluta hans.
Learningapps – heimavinna, æfingar, leikir, landakort ofl.
Lessonup – myndbönd, púsl, æfingar, leikir
Padlet – rafræn og gagnvirk kortatafla
Edmodo – samskiptatæki
Flidgrid – kannanir og spurningar til nemenda
Slido – spurningar og skoðanakönnun
PowerPoint – hægt að taka upp glærusýningu
3CX – símakerfi og fjarfundabúnaður.
Doodly – gerð kennslumyndbanda í teiknimyndaformi
Nánari lýsingar og gagnlegar upplýsingar:
MS Teams fyrir menntastofnanir – leiðbeiningar frá Opin Kerfi
Námsumsjónakerfi (LMS) – góð lýsing á tilgangi og notkun á námsumsjónakerfi (e. Learning Management System, LMS).