Select Page

EQM/EQM+ Gæðavottun

Sækja um EQM gæðavottun

Fræðsluaðili sendir umsókn um vottun skv. EQM til Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA). Verði umsókn hans samþykkt er gerður samningur milli FA og fræðsluaðila. Eftir undirritun samnings og greiðslu árgjalds sendir FA umsóknina til úttektaraðila sem FA hefur valið og gert samning við þess efnis. Úttektaraðili vinnur eftir þjónustuskilmálum sem FA hefur samþykkt. Fræðsluaðili og úttektaraðili hafa samráð sín á milli um framkvæmd úttektar eftir því sem við á.

Þegar umsókn hefur verið samþykkt verður haft samband við umsækjanda vegna næstu skrefa sem eru að ganga frá samningi og greiðsla árgjalds.
Sjá nánar undir ferli EQM gæðavottunar.