Select Page
5. mars, 2020

Viltu fá fræðslustjóra að láni?

Grein vikunnar í Gátt ber heitið Viltu fá fræðslustjóra að láni? Þar er fjallað um tilboð átta starfsmenntasjóða um Fræðslustjóra að láni. Rekstur lítilla og jafnvel meðalstórra fyrirtækja líður oft fyrir skort á markvissri fræðslu til starfsfólks en Fræðslustjóri að láni er árangursmiðað verkfæri sem stuðlar að því efla þekkingu og færni starfsfólks og um leið auka arðsemi og forskot í samkeppni. 

Rúmlega 80 prósent allra fyrirtækja í ferðaþjónustu á Íslandi eru með færri en 10 starfsmenn og miðlar starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar upplýsingum um verkefnið til fyrirtækja í ferðaþjónustu.  

Í greininni segir Kristín Njálsdóttir frá tilurð og þróun verkefnisins. Jafnfram deilir Kristján Jóhann Kristjánsson, hótelstjóri á Hótel Kletti, með lesendum árangri hótelsins af verkefninu.

Lesið greinina á vef Gáttar:

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is

Opið alla virka daga frá 9-16

Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda