Select Page
4. september, 2019

Vestfirðingar fagna

Fræðslumiðstöð Vestfjarða fagnaði tuttugu ára starfsafmæli í lok ágúst sl. Fjöldi manns heimsótti Fræðslumiðstöð Vestfjarða af þessu tilefni, eða hátt á annað hundrað manns, hlýddu á ávörp og þáðu veitingar í boði miðstöðvarinnar. Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, flutti kveðju og ávarp og gerði breytingar á störfum að umtalsefni í kjölfar stafrænu byltingarinnar og nauðsyn framhaldsfræðslunnar að bregðast við þessum breytingum.

Við óskum Vestfirðingum hjartanlega til hamingju með áfangann!

Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri FA og Sædís María Jónatansdóttir, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða

Afmælishátíðin var vel sótt

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is

Opið alla virka daga frá 9-16

Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda