Select Page
15. desember, 2020

Verkfæri framhaldsfræðslunnar: Ráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf stendur til boða á öllum fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum landsins. Megináhersla er lögð á að ná til þeirra sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi, mæta þörfum hvers og eins, veita upplýsingar og hvetja til náms eða frekari starfsþróunar. 

Hlutverk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er að styðja við þróunarstarf, veita faglegan stuðning og auka sérþekkingu í ráðgjöfinni í samræmi við viðhorf og gæðakröfur innan framhaldsfræðslunnar.