Select Page
4. janúar, 2021

Verkfæri framhaldsfræðslunnar: námsleiðir

Námskrár Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) eru fjölbreyttar og er ætlað að mæta jafnt þörfum þeirra sem námið sækja sem og þörfum atvinnulífsins. Við hönnun námsins hefur FA það að leiðarljósi að námið sé hnitmiðað, hagkvæmt og henti fullorðnum. Því er byggt á hæfnigreiningum starfa við hönnun á námi til undirbúnings þátttöku í atvinnulífinu.

Námskrár sem gefnar eru út af FA eru unnar samkvæmt tilteknu fræðsluferli. Námskrárnar eru skráðar í námskrárgrunn mennta- og menningarmálaráðuneytisins og síðan vottaðar af Menntamálastofnun á þrepum samkvæmt hæfniramma um íslenska menntun og til eininga á framhaldskólastigi.

Viðurkenndir fræðsluaðilar um allt land bjóða upp á nám samkvæmt námskrám FA með stuðningi frá Fræðslusjóði.