Select Page
7. desember, 2020

Verfæri framhaldsfræðslunnar: Hæfnigreiningar

FA hefur þróað aðferð við hæfnigreiningar með virkri aðkomu atvinnulífsins. Niðurstöður hæfnigreininga eru starfaprófílar en þeir innihalda skilgreiningu starfsins og hæfnikröfur sem nýtast bæði sem viðmið í námskrám og í raunfærnimati. Unnið er eftir einföldu, skipulögðu ferli. Greiningin fer fram á þremur fundum með þátttöku 10 – 20 manns sem þekkja vel til starfsins.