Select Page
9. september, 2019

Vel sótt námskeið um hæfnigreiningar

Í liðinni viku hélt Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) námskeið fyrir verðandi umsjónarmenn hæfnigreininga með góðri þátttöku fulltrúa samstarfsaðila víða af landinu en hæfnigreiningar eru bæði unnar hjá FA og samstarfsaðilum.

Niðurstöður hæfnigreininga má nýta með fjölbreyttum hætti svo sem við hönnun á námi til undirbúnings þátttöku í atvinnulífinu, við gerð gátlista fyrir raunfærnimat og sem hvatningu til starfsþróunar og leiðarljós við gerð starfslýsinga og ráðningu starfsmanna.

Upplýsingar um hæfnigreiningar almennt má nálgast hér https://frae.is/haefnigreiningar

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is

Opið alla virka daga frá 9-16

Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda