Select Page
27. nóvember, 2020

Vel heppnaður ársfundur FA

Góður rómur var gerður  ársfundi Fræðslusmiðstöðvar atvinnulífsins sem fram fór í gær undir yfirskriftinni Í takt við tímann? Hæfniþróun í atvinnulífinu. Sjónum var beint að þörfum vinnumarkaðarins fyrir hæfni og ýmsum leiðum til hæfniþróunar. Var þetta í fyrsta skipti í sögu FA sem ársfundurinn fer fram rafrænt. Ríflega 100 gestir fylgdust með í streymi og tóku þátt, sendu inn spurningar eða athugasemdir.  

Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri FA, bauð gesti velkomna og Karl Rúnar Þórsson, formaður stjórnar FA flutti ávarp.  

Fyrirlesarar voru Ida Thomson, ráðgjafi Bättra Konsult, Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, og Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Flutt var kynning á raunfærnimati á móti viðmiðum atvinnulífsins, tilraunaverkefni sem unnið var með styrk frá Fræðslusjóði.  

Fyrirmyndir í námi fullorðinna sögðu frá reynslu sinni og verðlaunaafhending fór fram. Sjá nánar um það hér.

Fundarstjóri var Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins og varaformaður stjórnar FA. 

Starfsfólk FA þakkar fyrirlesurum fyrir góð erindi og gestum fyrir þátttökuna.  

Horfa á ársfund: