Select Page
21. febrúar, 2020

Um PISA og PIAAC

Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir og Halla Valgeirsdóttir sérfræðingar hjá FA og fulltrúar í NVL neti um grunnleikni eru höfunda nýjustu greinar í Gátt.

Þar er fjallað um PIAAC (Programme for the International Assessment of Adult Competencies) fjölþjóðlega rannsókn á vegum Efnahags- og framfarstofnunarinnar OECD sem snýr að grunnleikni fullorðinna, lesskilningi, tölulæsi og notkun upplýsingatækni við úrlausn daglegra verkefna. Rannsókninni er ætlað að greina hversu vel fólk á vinnumarkaði er í stakk búið til að takast á við ný verkefni og áskoranir nútímasamfélags. Íslendingar eru ekki þátttakendur í PIAAC og vert er að hugleiða hvernig hægt er að safna sambærilegum gögnum til að meta hve vel við erum í stakk búin til þess að takast á við annars áskoranir í tengslum við 4. iðnbyltinguna eins og lýst er í skýrslunni Ísland og 4. iðnbyltingin.

Greinina má lesa hér á vef Gáttar:

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is

Opið alla virka daga frá 9-16

Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda