Select Page
15. október, 2020

Tími á miðlæga, rafræna miðstöð náms- og starfsráðgjafar?

Í nýjustu greininni í Gátt skrifar Arnar Þorsteinsson um rafræna náms- og starfsráðgjöf. Hún hefur verið aðgengileg bæði í Danmörku og Noregi í tengslum við upplýsingasíður um nám og störf. Danir hafa lengi boðið upp á ráðgjöf í beinum tengslum við upplýsingasvæðið UddannelsesGuiden og hafa Norðmenn tekið sér það til fyrirmyndar en þann 20. september sl. fór ráðgjafarsíðan Karriereveiledning.no í loftið. Stefnan er sú að veita þar aðgang að almennri, gæðatryggðri og ókeypis náms- og starfsráðgjöf á Netinu. Vefsvæðið er tvískipt; annars vegar aðstoð símleiðis eða í netspjalli og hins vegar aðgengi að upplýsingum og verkfærum sem gera fólki kleift að hjálpa sér sjálft. Hér á landi hafa verið tekin hænuskref í þessa átt undanfarin tvö ár á síðunni NæstaSkref.is. Erindum sem berast er svarað eins fljótt og auðið er og alla jafna vísað til þeirra sem líklegust eru til að geta veitt viðeigandi náms- og starfsráðgjöf.