Select Page
17. ágúst, 2021

Taktu þátt og fáðu innsýn í þróun raunfærnimats á yfirfæranlegri hæfni

Transval-EU kynningarfundur 16.09.21 

Þér er boðið á Kickoff þann 16. september kl. 11:00-12:30 þar sem Transval-EU verkefnið verður kynnt. 

Transval er eitt stærsta tilraunaverkefni sem komið hefur verið á um raunfærnimat  til þessa, en markmiðið með verkefninu er að betrumbæta raunfærnimat á yfirfæranlegri hæfni (transversal skills) sem einnig er oft talað um sem almenna starfshæfni á Íslandi. NVL, Norræna tengslanetið um nám fullorðinna, er samstarfsaðili í verkefninu og sérfræðingar hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins aðstoða NVL við verkefnið. Það er mikill ávinningur af því að svona mörg Evrópulönd beri saman dæmi og ferli til að læra hvert af öðru og fá þannig tækifæri til að efla árangur og gæði. Ýtarlegri upplýsingar er að finna undir erlend verkefni hér á heimasíðu FA.  

Eftir kynninguna munu tveir fyrirlesarar, Dr. Maurice de Greef og Tormod Skjerve, stíga á stokk og veita innblástur fyrir viðfangefnið. Þátttakendur geta tekið þátt í umræðum um þörfina á að raunfærnimeta yfirfæranlega hæfni, tækifæri og áskoranir.  

Dagskrá er að finna í viðburðadagatali NVL, þar er einnig hægt að skrá sig á viðburðinn.  

Fundurinn fer fram á ensku.