Select Page
31. október, 2019

Starfsmennt og Fangelsismálastofnun þróa nám til fyrirmyndar

Rafrænn Fangavarðarskóli – samstarf Starfsmenntar og Fangelsismálastofnunina um nám fyrir fangverði í rafrænu umhverfi er ný grein í Gátt. Þar er fjallað um hvernig náminu fyrir fangaverði var breytt, það fært að hluta til yfir í fjarnám með staðbundnum lotum. Í fjarnáminu fólust bóklegar greinar en verkleg kennsla var áfram í staðnámi. Þetta tilraunaverkefni fór fram síðastliðinn vetur og fól í sér nýja nálgun hjá Starfsmennt og kúvendingu á starfsemi Fangavarðaskólans, breyting sem hafði í för með sér ýmsar áskoranir sem gerð eru skil í greininni. Verkefnið tókst mjög vel, kennarar voru ánægðir með framvinduna og nemendur voru sérlega ánægðir með að geta stýrt sjálfir hvar og hvenær þeir sinntu náminu. Fleiri stofnanir gætu tekið upp sama verklag við nám fyrir sitt starfsfólk.

Hér má lesa greinina:

Rafrænn Fangavarðarskóli – Samstarf Starfsmenntar og Fangelsismálastofnunar um nám fyrir fangaverði í rafrænu námsumhverfi