Select Page
7. desember, 2019

Ertu að leita að spennandi starfi?

Sérfræðingur í fullorðinsfræðslu

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. óskar eftir að ráða sérfræðing í starf á sviði fullorðinsfræðslu, einkum við námshönnun og hæfnigreiningar.

Við leitum að jákvæðum og lausnamiðuðum einstaklingi sem hefur:

  • Faglega þekkingu á námshönnun og kennslufræði fullorðinna
  • Menntun og reynslu sem nýtist í starfi
  • Reynslu af fræðslumálum og almennu atvinnulífi
  • Reynslu af verkefnastjórnun
  • Reynslu af að vinna undir álagi og í hópi
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Ritfærni í íslensku, ensku og einu norðurlandamáli

Nánari upplýsingar er að finna á vef Fræðslumiðstöðvarinnar www.frae.is

Umsóknir sendist á frae@frae.is fyrir 17 des. nk.

Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar um námleiðir og námskrár FA eru hér

Nánari upplýsingar um hæfnigreiningar FA eru hér

Almennar upplýsingar um FA eru hér

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. er í eigu Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins, BSRB, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytisins.
Hlutverk FA er að vera samstarfsvettvangur og sérfræðisetur aðila vinnumarkaðarins um fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði í samstarfi við aðrar fræðslustofnanir.
Hjá FA vinna nú 17 starfsmenn, flestir sérfræðingar á sviði fullorðinsfræðslu.

Markmið FA er að veita starfsmönnum á vinnumarkaði, sem ekki hafa lokið prófi frá framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði og auka þar með samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.