Select Page
11. mars, 2021

Spennandi málstofa um viðhorf ungra fullorðinna til starfa

Þann 8. mars síðastliðinn tóku um 70 manns virkan þátt í fróðlegri málstofu á vefnum þar sem Guðbjörg Vilhjálmsdóttir prófessor í náms- og starfsráðgjöf við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar: Viðhorf ungs og lítt menntaðs fólks til starfa: Starfsvilji, starfsskynjun og aðlögunarhæfni á starfsferli. Guðbjörg hefur í samstarfi við alþjóðlegt teymi fræðimanna rannsakað aðstæður ungs fólks á aldrinum 18 – 29 ára sem hefur ekki lokið námi úr framhaldsskóla en er í starfi.  

„Unga fólkið í þessum hópi hefur færri tækifæri til bæði náms og starfa og verður harðast úti við breytingar eins og fjórðu iðnbyltinguna og það hefur áhrif á lífsframfæri þeirra og velferð”, sagði Guðbjörg. “Þá svo virðist sem karlar hafi frekar tækifæri til starfsþróunar og hækkun launa í kjölfarið en konur.“ 

Niðurstöður Guðbjargar vöktu mikinn áhuga meðal hlustenda sem höfðu margar spurningar að lokinni kynningu. Málstofan var  haldin í samstarfi Fræðslumiðstöðvarinnar og Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna, NVL.