Select Page
7. apríl, 2021

Símenntun á krossgötum

Í nýjustu greininni í Gátt, veftímariti um fullorðinsfræðslu, er fjallað um þær breytingar sem hafa verið að eiga sér stað og eru framundan í símenntun á Íslandi. En greinin er byggð á opnunarávarpi Eyjólfs Sturlaugssonar, formanns Kvasis og framkvæmdastjóra Fræðslunetsins á Suðurlandi, sem hann flutti á rafrænni ráðstefnu Kvasis á dögunum.

Eyjólfur fjallar meðal annars um að símenntun hafi tengst atvinnulífinu með skýrari hætti að undanförnu, tækniframfarir hafi haft miklar breytingar í för með sér og muni gera það áfram og að símenntun sé að verða stærri og skýrari hlekkur í mörgum þáttum samfélagsins og þar með fjölgar fólki sem vinnur við símenntun.

Lesið greinina á vef Gáttar: