Select Page
4. júní, 2021

Raunfærnimat í leikskólakennarafræðum

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ um þróun raunfærnimats til styttingar á námi í leikskólakennarafræðum – spennandi og þarft verkefni þar sem þróa á aðferðafræði til að meta fyrri reynslu nemenda til styttingar á námi. Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, umsjónarmaður námsleiðar í leikskólafræðum, telur að vinnan við undirbúning og innleiðingu raunfærnimatsins sé mikilvægt tækifæri; „Þannig eflum við námið um leið, skoðum þær kröfur sem gerðar eru til nemenda. Þetta er þróunarverkefni sem Háskólinn stýrir en í stýrihópi sitja einnig fulltrúar frá Kennarasambandi Íslands og sérfræðingar frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem eru okkur innan handar og hafa mikla reynslu af framkvæmd raunfærnimats á framhaldsskólastigi.”

Sjá einnig frétt á vef HÍ.